Lífið

Seth Rogen og Joseph Gordon-Levitt í samstarf

Joseph Gordon-Levitt og Seth Rogen eru að fara af stað með nýtt verkefni, ásamt leikstjóranum Jonathan Levine, en sá leikstýrði myndinni 50/50 með þeim félögum í aðalhlutverki.

Í þetta sinn eru þeir að leika í væntanlegri jólamynd, sem fjallar um þrjá æskuvini sem endurvekja gamla hefð vinahópsins og fara að djamma á aðfangadagskvöld með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 

Ekki er vitað hver kemur til með að leika þriðja vininn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.