Lífið

Maggie Gyllenhaal á Broadway

Maggie Gyllenhaal
Maggie Gyllenhaal AFP/NordicPhotos
Maggie Gyllenhall, leikkonan hæfileikaríka sem hefur meðal annars verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, kemur fram í fyrsta sinn á Broadway í ár.

Maggie kemur til með að leika í The Real Thing, eftir Tom Stoppard, en mótleikari hennar verður Ewan McGregor.

Verkið hefur unnið til hinna háttvirtu Tony-verðlauna, og fjallar um leikskáld sem fer frá eiginkonu sinni fyrir aðra konu, en Maggie Gyllenhall verður í hlutverki hennar.

Sam Gold leikstýrir verkinu sem verður frumsýnt vestanhafs í október.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.