Bókasafns- og upplýsingafræðingar eru lykilstétt í læsi og upplýsingastjórnun Sveinn Ólafsson skrifar 20. febrúar 2014 09:46 Bókasafns- og upplýsingafræðingar er stétt sem vinnur að mestu leyti á tvenns konar vinnustöðum, á bókasöfnum og við skjalastjórnun. Stéttin er lykilstétt í læsi og upplýsingaleikni. Læsi skólanema og leikni þeirra við að ná í upplýsingar og vinna með þær byggir á góðu skólabókasafni og kennslu í meðferð upplýsinga. Samkvæmt tölum frá 2010 (Frbl., 12. okt. 2011) fá almenningsbókasöfn landsins um tvær milljónir heimsókna eða sem samsvarar rúmum 6 heimsóknum frá hverju mannsbarni á ári. Þó aðeins hafi dregið úr útlánum bóka síðan þá, hefur heimsóknum í bókasöfnin fjölgað. Það eru margir litlir og stórir þættir sem saman tryggja gott bókasafn, en stéttin er sú eina sem lærir og starfar við alla þessa þætti. Virðisaukinn sem verður af almennu og góðu læsi verður seint vanmetinn. Stéttin er einnig lykilstétt í að vinna með upplýsingar, að auðvelda fólki að finna þær, vinna með þær og geyma á öruggan hátt. Öll fyrirtæki og allar stofnanir þurfa á einhvers konar skjalastjórnun að halda, og mikilvægið helst í hendur við stærð þeirra. Lykilþáttur í góðri skjalastjórnun er að ráða til starfa hæfa, fagmenntaða manneskju, sem aftur skilar miklu í rekstri hvers fyrirtækis eða stofnunar.Upplýsingafræðingar Nú vilja margir í stéttinni einfaldlega kalla sig upplýsingafræðinga, og binda sig ekki við bókasöfn eða aðrar stofnanir. Það þýðir ekki að bókasafnsvinna sé horfin úr faginu, síður en svo, heldur er þetta fagheiti hugsað sem regnhlífarheiti fyrir fólk í upplýsingavinnu af hvers kyns tagi, þar með töldum bókasöfnum. Upplýsingafræðingur skipuleggur upplýsingar og greiðir almenningi, atvinnulífi, skólum og vísindasamfélagi aðgang að áreiðanlegri þekkingu og afþreyingu, hvort sem er á stafrænu eða áþreifanlegu formi. Um leið má einnig merkja breytingar á viðfangsefnum stéttarinnar. Þannig vinnur fólk með þessa menntun sem vefstjórar, við rekstur gagnasafna og umsjón rafrænna gagna.Hljóðlát stétt Það er ekki mikill hávaði á vel reknu bókasafni. Skjalastjórnun sem gengur vel þýðir að ekki er mikið um upphrópanir þar heldur. Vandi stéttarinnar felst meðal annars í því að þar er hógvært fólk sem lætur lítið í sér heyra og telur það jafnvel til dyggða í sinni vinnu. Samt hefur þurft að láta vita af slæmri stöðu skólabókasafna undanfarin ár þar sem mikið hefur verið skorið niður, bæði í bókakaupum og starfshlutfalli þeirra sem vinna þar, til tjóns fyrir lestur skólabarna. Þetta hefur komið sérstaklega niður á lestri unglingsstráka, sem þá sækja enn meir í aðra miðla. Sami vandi hefur verið í öðrum bókasöfnum, en kemur ekki eins niður á einum aldurshópi og í skólabókasöfnunum, og hefur þess vegna farið lægra. Laun fylgja töxtum Stéttin hefur aldrei notið launaskriðs svo nokkru nemi og sárafáir innan hennar fá greiddar aukagreiðslur ofan á föst laun. Taxtahækkanir eru einu launabæturnar sem stéttin nýtur. Launakröfur miða við þessa staðreynd og ekki er hægt að bera bókasafns- og upplýsingafræðinga saman við stéttir sem njóta launaskriðs. Jafnvel á árunum 2006-2007 dróst stéttin niður í kaupmætti, enda var verðbólga nokkru hærri en taxtahækkanir BHM og engar aukagreiðslur í boði. Síðan þá hefur stéttin dregist aftur úr almennum launa- og verðhækkunum, ásamt öðru háskólafólki. Í samanburði við til dæmis starfsmenn ASÍ hjá ríkinu nemur þetta bil 8,6% í lok árs 2013. Við þær aðstæður er sjálfgefið að samningar verða að þýða kaupmáttarhækkun og að þetta bil verði jafnað. Stór hluti stéttarinnar greiðir af námslánum, líkt og annað háskólamenntað fólk, sem þriggja vikna útborguðum launum á hverju ári.Hlutdeild í kjörum Sú staðreynd að stéttin er kvennastétt, en um 90% eru konur, og að enginn merkjanlegur munur er á launum karla og kvenna innan stéttarinnar, gefur vísbendingu um hvers vegna stéttin nýtur ekki aukagreiðslna eða launaskriðs. Sé það rétt, er um almenna mismunun að ræða, þar sem stéttinni í heild er haldið niðri í launum á ómálefnalegum forsendum. Stéttin telur sig eiga fulla hlutdeild í batnandi kjörum, enda þjónar hún öllu atvinnulífi, mennta- og menningarlífi. Þjónusta upplýsingafræðinga er mikilvægur hluti af nýsköpun og heilbrigðisþjónustu, og fyrir alla aðra sem nýta sér rafræn gögn sem bókasöfnin kaupa og veita aðgang að á öllu landinu. Þegar fólk finnur greinar úr yfir 20.000 vísindatímaritum og almennum tímaritum í fullum texta hvar sem er á landinu, þá er það þjónusta sem finnst ekki í öðrum löndum. Um þessar mundir er gjarnan viðkvæðið að engir peningar séu til, eins og allir viti. Þetta stenst ekki nánari skoðun hjá þjóð sem samkvæmt tölum Heimsbankans er í hópi tuttugu ríkustu þjóða heims. Viðkvæðið er nefnilega helst notað þegar rætt er um almannaþjónustu, sem þó myndar innviði samfélagsins og gerir þjóðinni kleift að sitja í þessum ríka hópi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Bókasafns- og upplýsingafræðingar er stétt sem vinnur að mestu leyti á tvenns konar vinnustöðum, á bókasöfnum og við skjalastjórnun. Stéttin er lykilstétt í læsi og upplýsingaleikni. Læsi skólanema og leikni þeirra við að ná í upplýsingar og vinna með þær byggir á góðu skólabókasafni og kennslu í meðferð upplýsinga. Samkvæmt tölum frá 2010 (Frbl., 12. okt. 2011) fá almenningsbókasöfn landsins um tvær milljónir heimsókna eða sem samsvarar rúmum 6 heimsóknum frá hverju mannsbarni á ári. Þó aðeins hafi dregið úr útlánum bóka síðan þá, hefur heimsóknum í bókasöfnin fjölgað. Það eru margir litlir og stórir þættir sem saman tryggja gott bókasafn, en stéttin er sú eina sem lærir og starfar við alla þessa þætti. Virðisaukinn sem verður af almennu og góðu læsi verður seint vanmetinn. Stéttin er einnig lykilstétt í að vinna með upplýsingar, að auðvelda fólki að finna þær, vinna með þær og geyma á öruggan hátt. Öll fyrirtæki og allar stofnanir þurfa á einhvers konar skjalastjórnun að halda, og mikilvægið helst í hendur við stærð þeirra. Lykilþáttur í góðri skjalastjórnun er að ráða til starfa hæfa, fagmenntaða manneskju, sem aftur skilar miklu í rekstri hvers fyrirtækis eða stofnunar.Upplýsingafræðingar Nú vilja margir í stéttinni einfaldlega kalla sig upplýsingafræðinga, og binda sig ekki við bókasöfn eða aðrar stofnanir. Það þýðir ekki að bókasafnsvinna sé horfin úr faginu, síður en svo, heldur er þetta fagheiti hugsað sem regnhlífarheiti fyrir fólk í upplýsingavinnu af hvers kyns tagi, þar með töldum bókasöfnum. Upplýsingafræðingur skipuleggur upplýsingar og greiðir almenningi, atvinnulífi, skólum og vísindasamfélagi aðgang að áreiðanlegri þekkingu og afþreyingu, hvort sem er á stafrænu eða áþreifanlegu formi. Um leið má einnig merkja breytingar á viðfangsefnum stéttarinnar. Þannig vinnur fólk með þessa menntun sem vefstjórar, við rekstur gagnasafna og umsjón rafrænna gagna.Hljóðlát stétt Það er ekki mikill hávaði á vel reknu bókasafni. Skjalastjórnun sem gengur vel þýðir að ekki er mikið um upphrópanir þar heldur. Vandi stéttarinnar felst meðal annars í því að þar er hógvært fólk sem lætur lítið í sér heyra og telur það jafnvel til dyggða í sinni vinnu. Samt hefur þurft að láta vita af slæmri stöðu skólabókasafna undanfarin ár þar sem mikið hefur verið skorið niður, bæði í bókakaupum og starfshlutfalli þeirra sem vinna þar, til tjóns fyrir lestur skólabarna. Þetta hefur komið sérstaklega niður á lestri unglingsstráka, sem þá sækja enn meir í aðra miðla. Sami vandi hefur verið í öðrum bókasöfnum, en kemur ekki eins niður á einum aldurshópi og í skólabókasöfnunum, og hefur þess vegna farið lægra. Laun fylgja töxtum Stéttin hefur aldrei notið launaskriðs svo nokkru nemi og sárafáir innan hennar fá greiddar aukagreiðslur ofan á föst laun. Taxtahækkanir eru einu launabæturnar sem stéttin nýtur. Launakröfur miða við þessa staðreynd og ekki er hægt að bera bókasafns- og upplýsingafræðinga saman við stéttir sem njóta launaskriðs. Jafnvel á árunum 2006-2007 dróst stéttin niður í kaupmætti, enda var verðbólga nokkru hærri en taxtahækkanir BHM og engar aukagreiðslur í boði. Síðan þá hefur stéttin dregist aftur úr almennum launa- og verðhækkunum, ásamt öðru háskólafólki. Í samanburði við til dæmis starfsmenn ASÍ hjá ríkinu nemur þetta bil 8,6% í lok árs 2013. Við þær aðstæður er sjálfgefið að samningar verða að þýða kaupmáttarhækkun og að þetta bil verði jafnað. Stór hluti stéttarinnar greiðir af námslánum, líkt og annað háskólamenntað fólk, sem þriggja vikna útborguðum launum á hverju ári.Hlutdeild í kjörum Sú staðreynd að stéttin er kvennastétt, en um 90% eru konur, og að enginn merkjanlegur munur er á launum karla og kvenna innan stéttarinnar, gefur vísbendingu um hvers vegna stéttin nýtur ekki aukagreiðslna eða launaskriðs. Sé það rétt, er um almenna mismunun að ræða, þar sem stéttinni í heild er haldið niðri í launum á ómálefnalegum forsendum. Stéttin telur sig eiga fulla hlutdeild í batnandi kjörum, enda þjónar hún öllu atvinnulífi, mennta- og menningarlífi. Þjónusta upplýsingafræðinga er mikilvægur hluti af nýsköpun og heilbrigðisþjónustu, og fyrir alla aðra sem nýta sér rafræn gögn sem bókasöfnin kaupa og veita aðgang að á öllu landinu. Þegar fólk finnur greinar úr yfir 20.000 vísindatímaritum og almennum tímaritum í fullum texta hvar sem er á landinu, þá er það þjónusta sem finnst ekki í öðrum löndum. Um þessar mundir er gjarnan viðkvæðið að engir peningar séu til, eins og allir viti. Þetta stenst ekki nánari skoðun hjá þjóð sem samkvæmt tölum Heimsbankans er í hópi tuttugu ríkustu þjóða heims. Viðkvæðið er nefnilega helst notað þegar rætt er um almannaþjónustu, sem þó myndar innviði samfélagsins og gerir þjóðinni kleift að sitja í þessum ríka hópi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun