Bónorð frá öldungi Ugla Egilsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 11:00 Fótbolti Mist með þjálfara kvennalandsliðsins, Jacqui Shipanga. MYND/ÚR EINKASAFNI Það var ekki fyrr en ég kynntist þessum mögnuðu konum í namibíska kvennalandsliðinu sem mér datt í hug að tengja fótboltann við námið mitt í mannfræði,“ segir Mist Rúnarsdóttir, sem rannsakar namibískan kvennafótbolta fyrir meistararitgerð sína í mannfræði. Hún hefur þjálfað fótbolta frá fjórtán ára aldri. „Ég hef líka ferðast mjög mikið, og kom hingað fyrir tveimur árum til að kynna mér aðstæður. Á þeim tímapunkti var ég að velta fyrir mér hvort ég vildi gera rannsóknina í Mósambík eða Namibíu. Á endanum valdi ég Namibíu. Hér er öflugra fótboltastarf, og þar sem ég tala ekki portúgölsku var hentugra að vinna í enskumælandi landi,“ segir Mist.Landslið kvenna í knattspyrnu í Namibíu er í daglegu tali kallað Brave Gladiators.MYND/ÚR EINKASAFNI Mist fór utan í desember. „Það er búið að vera alveg yndislegt að vera hérna,“ segir hún. „Allir eru boðnir og búnir að aðstoða mig við rannsóknina eða í raun bara hvað sem er. Það hafa auðvitað orðið nokkrar skondnar uppákomur sem tengja má við menningarmuninn, en það er það sem gerir ferðalög á framandi slóðum svo skemmtileg,“ segir Mist. „Ég var ekki búin að vera lengi í Windhoek þegar eldri maður stoppaði mig með látum á aðalverslunargötunni. Þar hrópaði hann hátt og snjallt: „Hello lady. You have almost an African lady‘s butt but still you are white. That is quite amazing! What is your name?“, og hélt svo áfram að tala um hversu magnað það væri að ég væri með „afrískan rass“,“ segir Mist.Mist á lögreglustöð um daginn til að tilkynna um myndavélastuld og gekk út með símanúmerið hjá lögreglumanninum sem tók skýrsluna. Hann tók ekki annað í mál.MYND/ÚR EINKASAFNI Mist hefur fengið bónorð í Namibíu. „Ég fór í heimsókn í Himbaþorp, og átti gott spjall við þorpsbúa og sér í lagi við elsta karlmann þorpsins. Hann var afar forvitinn um lífið okkar megin á hnettinum og var farinn að spyrja ansi nærgöngulla spurninga. Til að mynda hvort Íslendingar mættu giftast Himbafólki. Ég sagði honum að það væri ekkert í okkar menningu sem bannaði slíkt og eftir stutta umhugsun bað hann um hönd mína, en bætti reyndar við að hann gerði það þó svo hann væri virkilega smeykur við tilhugsunina um að vera með hvítri konu,“ segir Mist.Mist lendir reglulega í hrókasamræðum um fótbolta við leigubílstjóra.MYND/ÚR EINKASAFNI Kvennafótbolti í Namibíu „Ég kynntist þjálfara og þáverandi fyrirliða namibíska kvennalandsliðsins þegar KSÍ bauð mér að fara á FIFA-þjálfaranámskeið tengt HM U20 kvenna sumarið 2010. Það var haldið í Þýskalandi og þar voru fulltrúar frá mörgum löndum. Mér fannst mjög spennandi það sem þær voru að gera í namibíska kvennafótboltanum, og þar sem ég hef óslökkvandi ferðabakteríu afréð ég að skrifa meistararitgerðina hérna. Ég er að rannsaka hvort fótboltaiðkun geti verið valdeflandi fyrir konur. Það er nánast ekkert efni til um fótboltann hér í Namibíu. Forsvarsmenn fótboltans hérna hafa það að markmiði að bæta lífsskilyrði stúlkna, ekki síður en að búa til góðar knattspyrnukonur. Það er mikið fræðslustarf í gangi þar sem er barist gegn ákveðnum félagslegum vandamálum. Til dæmis er drykkja hér vandamál, unglingaóléttur algengar og um það bil 15% þjóðarinnar HIV-smituð. Síðan er samfélagsgerðin frekar karllæg, kynbundið ofbeldi algengt, og ákveðinn rígur á milli þjóðernishópa. Þetta mikla forvarnastarf fannst mér áhugavert, því á Íslandi beinast íþróttaforvarnir fyrst og fremst gegn áfengi og vímuefnum,“ segir Mist Rúnarsdóttir. Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Það var ekki fyrr en ég kynntist þessum mögnuðu konum í namibíska kvennalandsliðinu sem mér datt í hug að tengja fótboltann við námið mitt í mannfræði,“ segir Mist Rúnarsdóttir, sem rannsakar namibískan kvennafótbolta fyrir meistararitgerð sína í mannfræði. Hún hefur þjálfað fótbolta frá fjórtán ára aldri. „Ég hef líka ferðast mjög mikið, og kom hingað fyrir tveimur árum til að kynna mér aðstæður. Á þeim tímapunkti var ég að velta fyrir mér hvort ég vildi gera rannsóknina í Mósambík eða Namibíu. Á endanum valdi ég Namibíu. Hér er öflugra fótboltastarf, og þar sem ég tala ekki portúgölsku var hentugra að vinna í enskumælandi landi,“ segir Mist.Landslið kvenna í knattspyrnu í Namibíu er í daglegu tali kallað Brave Gladiators.MYND/ÚR EINKASAFNI Mist fór utan í desember. „Það er búið að vera alveg yndislegt að vera hérna,“ segir hún. „Allir eru boðnir og búnir að aðstoða mig við rannsóknina eða í raun bara hvað sem er. Það hafa auðvitað orðið nokkrar skondnar uppákomur sem tengja má við menningarmuninn, en það er það sem gerir ferðalög á framandi slóðum svo skemmtileg,“ segir Mist. „Ég var ekki búin að vera lengi í Windhoek þegar eldri maður stoppaði mig með látum á aðalverslunargötunni. Þar hrópaði hann hátt og snjallt: „Hello lady. You have almost an African lady‘s butt but still you are white. That is quite amazing! What is your name?“, og hélt svo áfram að tala um hversu magnað það væri að ég væri með „afrískan rass“,“ segir Mist.Mist á lögreglustöð um daginn til að tilkynna um myndavélastuld og gekk út með símanúmerið hjá lögreglumanninum sem tók skýrsluna. Hann tók ekki annað í mál.MYND/ÚR EINKASAFNI Mist hefur fengið bónorð í Namibíu. „Ég fór í heimsókn í Himbaþorp, og átti gott spjall við þorpsbúa og sér í lagi við elsta karlmann þorpsins. Hann var afar forvitinn um lífið okkar megin á hnettinum og var farinn að spyrja ansi nærgöngulla spurninga. Til að mynda hvort Íslendingar mættu giftast Himbafólki. Ég sagði honum að það væri ekkert í okkar menningu sem bannaði slíkt og eftir stutta umhugsun bað hann um hönd mína, en bætti reyndar við að hann gerði það þó svo hann væri virkilega smeykur við tilhugsunina um að vera með hvítri konu,“ segir Mist.Mist lendir reglulega í hrókasamræðum um fótbolta við leigubílstjóra.MYND/ÚR EINKASAFNI Kvennafótbolti í Namibíu „Ég kynntist þjálfara og þáverandi fyrirliða namibíska kvennalandsliðsins þegar KSÍ bauð mér að fara á FIFA-þjálfaranámskeið tengt HM U20 kvenna sumarið 2010. Það var haldið í Þýskalandi og þar voru fulltrúar frá mörgum löndum. Mér fannst mjög spennandi það sem þær voru að gera í namibíska kvennafótboltanum, og þar sem ég hef óslökkvandi ferðabakteríu afréð ég að skrifa meistararitgerðina hérna. Ég er að rannsaka hvort fótboltaiðkun geti verið valdeflandi fyrir konur. Það er nánast ekkert efni til um fótboltann hér í Namibíu. Forsvarsmenn fótboltans hérna hafa það að markmiði að bæta lífsskilyrði stúlkna, ekki síður en að búa til góðar knattspyrnukonur. Það er mikið fræðslustarf í gangi þar sem er barist gegn ákveðnum félagslegum vandamálum. Til dæmis er drykkja hér vandamál, unglingaóléttur algengar og um það bil 15% þjóðarinnar HIV-smituð. Síðan er samfélagsgerðin frekar karllæg, kynbundið ofbeldi algengt, og ákveðinn rígur á milli þjóðernishópa. Þetta mikla forvarnastarf fannst mér áhugavert, því á Íslandi beinast íþróttaforvarnir fyrst og fremst gegn áfengi og vímuefnum,“ segir Mist Rúnarsdóttir.
Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira