Bónorð frá öldungi Ugla Egilsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 11:00 Fótbolti Mist með þjálfara kvennalandsliðsins, Jacqui Shipanga. MYND/ÚR EINKASAFNI Það var ekki fyrr en ég kynntist þessum mögnuðu konum í namibíska kvennalandsliðinu sem mér datt í hug að tengja fótboltann við námið mitt í mannfræði,“ segir Mist Rúnarsdóttir, sem rannsakar namibískan kvennafótbolta fyrir meistararitgerð sína í mannfræði. Hún hefur þjálfað fótbolta frá fjórtán ára aldri. „Ég hef líka ferðast mjög mikið, og kom hingað fyrir tveimur árum til að kynna mér aðstæður. Á þeim tímapunkti var ég að velta fyrir mér hvort ég vildi gera rannsóknina í Mósambík eða Namibíu. Á endanum valdi ég Namibíu. Hér er öflugra fótboltastarf, og þar sem ég tala ekki portúgölsku var hentugra að vinna í enskumælandi landi,“ segir Mist.Landslið kvenna í knattspyrnu í Namibíu er í daglegu tali kallað Brave Gladiators.MYND/ÚR EINKASAFNI Mist fór utan í desember. „Það er búið að vera alveg yndislegt að vera hérna,“ segir hún. „Allir eru boðnir og búnir að aðstoða mig við rannsóknina eða í raun bara hvað sem er. Það hafa auðvitað orðið nokkrar skondnar uppákomur sem tengja má við menningarmuninn, en það er það sem gerir ferðalög á framandi slóðum svo skemmtileg,“ segir Mist. „Ég var ekki búin að vera lengi í Windhoek þegar eldri maður stoppaði mig með látum á aðalverslunargötunni. Þar hrópaði hann hátt og snjallt: „Hello lady. You have almost an African lady‘s butt but still you are white. That is quite amazing! What is your name?“, og hélt svo áfram að tala um hversu magnað það væri að ég væri með „afrískan rass“,“ segir Mist.Mist á lögreglustöð um daginn til að tilkynna um myndavélastuld og gekk út með símanúmerið hjá lögreglumanninum sem tók skýrsluna. Hann tók ekki annað í mál.MYND/ÚR EINKASAFNI Mist hefur fengið bónorð í Namibíu. „Ég fór í heimsókn í Himbaþorp, og átti gott spjall við þorpsbúa og sér í lagi við elsta karlmann þorpsins. Hann var afar forvitinn um lífið okkar megin á hnettinum og var farinn að spyrja ansi nærgöngulla spurninga. Til að mynda hvort Íslendingar mættu giftast Himbafólki. Ég sagði honum að það væri ekkert í okkar menningu sem bannaði slíkt og eftir stutta umhugsun bað hann um hönd mína, en bætti reyndar við að hann gerði það þó svo hann væri virkilega smeykur við tilhugsunina um að vera með hvítri konu,“ segir Mist.Mist lendir reglulega í hrókasamræðum um fótbolta við leigubílstjóra.MYND/ÚR EINKASAFNI Kvennafótbolti í Namibíu „Ég kynntist þjálfara og þáverandi fyrirliða namibíska kvennalandsliðsins þegar KSÍ bauð mér að fara á FIFA-þjálfaranámskeið tengt HM U20 kvenna sumarið 2010. Það var haldið í Þýskalandi og þar voru fulltrúar frá mörgum löndum. Mér fannst mjög spennandi það sem þær voru að gera í namibíska kvennafótboltanum, og þar sem ég hef óslökkvandi ferðabakteríu afréð ég að skrifa meistararitgerðina hérna. Ég er að rannsaka hvort fótboltaiðkun geti verið valdeflandi fyrir konur. Það er nánast ekkert efni til um fótboltann hér í Namibíu. Forsvarsmenn fótboltans hérna hafa það að markmiði að bæta lífsskilyrði stúlkna, ekki síður en að búa til góðar knattspyrnukonur. Það er mikið fræðslustarf í gangi þar sem er barist gegn ákveðnum félagslegum vandamálum. Til dæmis er drykkja hér vandamál, unglingaóléttur algengar og um það bil 15% þjóðarinnar HIV-smituð. Síðan er samfélagsgerðin frekar karllæg, kynbundið ofbeldi algengt, og ákveðinn rígur á milli þjóðernishópa. Þetta mikla forvarnastarf fannst mér áhugavert, því á Íslandi beinast íþróttaforvarnir fyrst og fremst gegn áfengi og vímuefnum,“ segir Mist Rúnarsdóttir. Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Það var ekki fyrr en ég kynntist þessum mögnuðu konum í namibíska kvennalandsliðinu sem mér datt í hug að tengja fótboltann við námið mitt í mannfræði,“ segir Mist Rúnarsdóttir, sem rannsakar namibískan kvennafótbolta fyrir meistararitgerð sína í mannfræði. Hún hefur þjálfað fótbolta frá fjórtán ára aldri. „Ég hef líka ferðast mjög mikið, og kom hingað fyrir tveimur árum til að kynna mér aðstæður. Á þeim tímapunkti var ég að velta fyrir mér hvort ég vildi gera rannsóknina í Mósambík eða Namibíu. Á endanum valdi ég Namibíu. Hér er öflugra fótboltastarf, og þar sem ég tala ekki portúgölsku var hentugra að vinna í enskumælandi landi,“ segir Mist.Landslið kvenna í knattspyrnu í Namibíu er í daglegu tali kallað Brave Gladiators.MYND/ÚR EINKASAFNI Mist fór utan í desember. „Það er búið að vera alveg yndislegt að vera hérna,“ segir hún. „Allir eru boðnir og búnir að aðstoða mig við rannsóknina eða í raun bara hvað sem er. Það hafa auðvitað orðið nokkrar skondnar uppákomur sem tengja má við menningarmuninn, en það er það sem gerir ferðalög á framandi slóðum svo skemmtileg,“ segir Mist. „Ég var ekki búin að vera lengi í Windhoek þegar eldri maður stoppaði mig með látum á aðalverslunargötunni. Þar hrópaði hann hátt og snjallt: „Hello lady. You have almost an African lady‘s butt but still you are white. That is quite amazing! What is your name?“, og hélt svo áfram að tala um hversu magnað það væri að ég væri með „afrískan rass“,“ segir Mist.Mist á lögreglustöð um daginn til að tilkynna um myndavélastuld og gekk út með símanúmerið hjá lögreglumanninum sem tók skýrsluna. Hann tók ekki annað í mál.MYND/ÚR EINKASAFNI Mist hefur fengið bónorð í Namibíu. „Ég fór í heimsókn í Himbaþorp, og átti gott spjall við þorpsbúa og sér í lagi við elsta karlmann þorpsins. Hann var afar forvitinn um lífið okkar megin á hnettinum og var farinn að spyrja ansi nærgöngulla spurninga. Til að mynda hvort Íslendingar mættu giftast Himbafólki. Ég sagði honum að það væri ekkert í okkar menningu sem bannaði slíkt og eftir stutta umhugsun bað hann um hönd mína, en bætti reyndar við að hann gerði það þó svo hann væri virkilega smeykur við tilhugsunina um að vera með hvítri konu,“ segir Mist.Mist lendir reglulega í hrókasamræðum um fótbolta við leigubílstjóra.MYND/ÚR EINKASAFNI Kvennafótbolti í Namibíu „Ég kynntist þjálfara og þáverandi fyrirliða namibíska kvennalandsliðsins þegar KSÍ bauð mér að fara á FIFA-þjálfaranámskeið tengt HM U20 kvenna sumarið 2010. Það var haldið í Þýskalandi og þar voru fulltrúar frá mörgum löndum. Mér fannst mjög spennandi það sem þær voru að gera í namibíska kvennafótboltanum, og þar sem ég hef óslökkvandi ferðabakteríu afréð ég að skrifa meistararitgerðina hérna. Ég er að rannsaka hvort fótboltaiðkun geti verið valdeflandi fyrir konur. Það er nánast ekkert efni til um fótboltann hér í Namibíu. Forsvarsmenn fótboltans hérna hafa það að markmiði að bæta lífsskilyrði stúlkna, ekki síður en að búa til góðar knattspyrnukonur. Það er mikið fræðslustarf í gangi þar sem er barist gegn ákveðnum félagslegum vandamálum. Til dæmis er drykkja hér vandamál, unglingaóléttur algengar og um það bil 15% þjóðarinnar HIV-smituð. Síðan er samfélagsgerðin frekar karllæg, kynbundið ofbeldi algengt, og ákveðinn rígur á milli þjóðernishópa. Þetta mikla forvarnastarf fannst mér áhugavert, því á Íslandi beinast íþróttaforvarnir fyrst og fremst gegn áfengi og vímuefnum,“ segir Mist Rúnarsdóttir.
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein