Íslenski boltinn

2222. leikur KR fór fram 22. febrúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Fram og KR í úrslitum Reykjavíkurmóts karla á dögunum.
Úr leik Fram og KR í úrslitum Reykjavíkurmóts karla á dögunum. Vísir/Pjetur
Heimasíða KR greindi frá þeirri ótrúlegu staðreynd að 2222. leikur meistaraflokks karla hafi verið fram á 22. degi annars mánaðar ársins.

KR vann þá 2-1 sigur á Keflavík í Lengjubikar karla en þeir Almarr Ormarsson og Aron Bjarki Jósepsson skoruðu mörk KR-inga í leiknum.

Í frétt á heimasíðu KR segir að þó svo að ekki sé um nein tímamót að ræða sé þetta vissulega skemmtileg tilviljun.

Þá er einnig greint frá því að 1111. leikur KR hafi farið fram þann 11. september árið 1982. Þá vann KR 1-0 sigur á Val með marki Birgis Guðjónssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×