Íslenski boltinn

Rajkovic til KA | Fær Fannar ekki tækifæri?

Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA, er með ungan og óreyndan markvörð og svo annan eldri.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA, er með ungan og óreyndan markvörð og svo annan eldri. vísir/daníel
Það eru markvarðarskipti hjá knattspyrnuliðunum á Akureyri. Sandor Matus hafði áður farið til Þórs frá KA. Nú er Srdjan Rajkovic að fara frá Þór til KA.

Það er norðursport.net sem greinir frá þessu í dag. Rajkovic er öllum hnútum kunnugur í íslenska boltanum enda leikið hér á landi frá árinu 1999.

Samkvæmt heimildum Vísis eru ekki allir KA-menn ánægðir með komu Rajko til félagsins enda var búist við því að hinn efnilegi Fannar Hafsteinsson fengi langþráð tækifæri í búrinu hjá KA.

Fannar mun nú þurfa að berjast við Rajkovic um markvarðarstöðuna hjá gula liðinu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×