Vilja fleiri þýðingar Ugla Egilsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 12:00 Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant, að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Fréttablaðið/valli Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant að undanförnu að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. „Það verður að segjast eins og er að þýðingum yfir á sænsku og finnsku hefur fækkað, en á heildina litið hefur fjöldi þýðinga yfir á norðurlandamál staðið í stað. Hver sem ástæðan er ætlum við að beita öllum brögðum til að snúa því við,“ segir Þorgerður Agla. „Reyndar höfum við fundið fyrir auknum áhuga í Noregi, og alltaf er töluvert þýtt yfir á dönsku,“ segir Þorgerður Agla „En við ætlum í átak til að fjölga þýðingum yfir á norræn mál.“ Eftir Bókamessuna í Frankfurt 2011 þar sem Ísland var heiðursgestur fjölgaði þýðingum úr íslensku víðast hvar nema á Norðurlöndum. „Við sjáum það á fjölda umsókna um þýðingarstyrki hjá okkur. Þar standa Norðurlöndin í stað á meðan þeim hefur fjölgað annars staðar. Það er erfitt að skýra þetta. Í þessum bransa kreppir reglulega að. Svo er talað um svokallaðan „bestsellerisma“ í Svíþjóð, og sumir kenna frjálsu bókaverði um. Reynslan í Frankfurt sýnir okkur að átaksverkefni á einu menningarsvæði geta skilað góðum árangri,“ segir Þorgerður Agla. „Fyrsta mál á dagskrá er að hitta útgefendur á þeirra heimavelli.“ Fundað verður með útgefendum í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í maí. „Andri Snær Magnason, nýkrýndur bókmenntaverðlaunahafi, kemur með okkur til Svíþjóðar og talar við útgefendur. Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur kemur einnig með og talar við útgefendur um íslenskar samtímabókmenntir.“ Ekki verður látið staðar numið við utanferð til Svíþjóðar. „Við ætlum að fara til Finnlands og Noregs og vonandi Grænlands og Færeyja á næsta ári,“ segir Þorgerður Agla. „Síðan tökum við Hollendinga og Norðmenn okkur til fyrirmyndar, en þeir standa framarlega í bókmenntakynningu, og útbúum lista yfir bækur til að kynna fyrir erlendum útgefendum. Eins ætlum við að kynna þýðingarstyrki sem í boði eru, en norræna ráðherranefndin styrkir þýðingar á milli norðurlandamála. Svo ætlum við að gera okkar til að auka sýnileika íslenskra bókmennta í dagskrá Bókamessunnar í Gautaborg, en hana sækja árlega um 100.000 gestir,“ segir Þorgerður Agla. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant að undanförnu að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. „Það verður að segjast eins og er að þýðingum yfir á sænsku og finnsku hefur fækkað, en á heildina litið hefur fjöldi þýðinga yfir á norðurlandamál staðið í stað. Hver sem ástæðan er ætlum við að beita öllum brögðum til að snúa því við,“ segir Þorgerður Agla. „Reyndar höfum við fundið fyrir auknum áhuga í Noregi, og alltaf er töluvert þýtt yfir á dönsku,“ segir Þorgerður Agla „En við ætlum í átak til að fjölga þýðingum yfir á norræn mál.“ Eftir Bókamessuna í Frankfurt 2011 þar sem Ísland var heiðursgestur fjölgaði þýðingum úr íslensku víðast hvar nema á Norðurlöndum. „Við sjáum það á fjölda umsókna um þýðingarstyrki hjá okkur. Þar standa Norðurlöndin í stað á meðan þeim hefur fjölgað annars staðar. Það er erfitt að skýra þetta. Í þessum bransa kreppir reglulega að. Svo er talað um svokallaðan „bestsellerisma“ í Svíþjóð, og sumir kenna frjálsu bókaverði um. Reynslan í Frankfurt sýnir okkur að átaksverkefni á einu menningarsvæði geta skilað góðum árangri,“ segir Þorgerður Agla. „Fyrsta mál á dagskrá er að hitta útgefendur á þeirra heimavelli.“ Fundað verður með útgefendum í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í maí. „Andri Snær Magnason, nýkrýndur bókmenntaverðlaunahafi, kemur með okkur til Svíþjóðar og talar við útgefendur. Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur kemur einnig með og talar við útgefendur um íslenskar samtímabókmenntir.“ Ekki verður látið staðar numið við utanferð til Svíþjóðar. „Við ætlum að fara til Finnlands og Noregs og vonandi Grænlands og Færeyja á næsta ári,“ segir Þorgerður Agla. „Síðan tökum við Hollendinga og Norðmenn okkur til fyrirmyndar, en þeir standa framarlega í bókmenntakynningu, og útbúum lista yfir bækur til að kynna fyrir erlendum útgefendum. Eins ætlum við að kynna þýðingarstyrki sem í boði eru, en norræna ráðherranefndin styrkir þýðingar á milli norðurlandamála. Svo ætlum við að gera okkar til að auka sýnileika íslenskra bókmennta í dagskrá Bókamessunnar í Gautaborg, en hana sækja árlega um 100.000 gestir,“ segir Þorgerður Agla.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira