Látum náttúruperlurnar njóta vafans Ásbjörn Björgvinsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Íslandsmetið í gífuryrðum og listinni að slíta úr samhengi var klárlega slegið í tengslum við frumvarp um náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti ríkisstjórn og þingflokkum í síðustu viku og á fjölmennum blaðamannafundi.Tilgangur frumvarpsins Meginmarkmið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að mínu mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að nýta átti passann til að skapa þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land, dreifa álagi og byggja upp aðstöðu á nýjum stöðum. Okkur ber skylda til að gæta þess að náttúran bíði ekki skaða af þeim mikla vexti sem orðið hefur í ferðaþjónustu. Með það í huga var lagt af stað í vinnu við útfærslu náttúrupassans í samvinnu við hagsmunaaðila, til að finna þá leið sem talin væri sanngjörnust til að standa straum af þessari uppbyggingu. Þessi markmið hafa fallið í skuggann af umræðu um girðingar, gaddavír og gjaldhlið og öðrum útfærsluleiðum sem ekki þykir raunhæft að fara. Þessar ranghugmyndir fá svo vængi í málefnalegri eyðimörk samfélagsmiðlanna. Vandamálið við umræðuna hefur einnig verið að þeir sem mest hafa gagnrýnt náttúrupassann höfðu engar forsendur í höndunum um útfærslu passans áður en gagnrýnin hófst. Þá hefur umræðan um mismunandi valmöguleika ekki innifalið endanlega útfærslu á passanum og naut hann því alls ekki sannmælis við þá skoðun. Þeir sem kynnt hafa sér frumvarpið vita að allt tal um girðingar, lögreglueftirlit og slíkt er þar ekki að finna. Ætlunin er að innheimta hóflegt gjald og hafa eftirlit með samskonar hætti og gert er í samgöngukerfum nágrannalanda okkar. Landið verður því jafn opið og áður.Fyrir hvað er greitt? Ég hef fullan skilning á að fólki finnist það framandi hugsun að greiða fyrir það sem áður var frítt. Gjaldið er lágt, 1.500 krónur fyrir þrjú ár eða 500 krónur á ári fyrir hvern Íslending, 18 ára og eldri. Kannanir sem gerðar voru við undirbúning frumvarpsins sýndu að ferðamenn voru ekki aðeins tilbúnir að greiða gjald til náttúruverndar, heldur mun hærra gjald en ætlunin er að innheimta nú. Til samanburðar mætti nefna að aðgöngumiði fyrir einn í Þjóðminjasafnið kostar 1.500 krónur. Sú upphæð er ekki innheimt fyrir það að berja munina augum, heldur til að standa straum af kostnaði við húsnæði og geymslu þessara ómetanlegu menningarverðmæta. Að sama skapi munu þessar 1.500 krónur sem innheimtar verða fyrir náttúrupassa verða nýttar til að standa straum af kostnaði við útsýnispalla, öryggisgrindverk, göngustíga og salerni fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem sækir landið heim.Sameiginlegt verkefni Ég hef ítrekað heyrt ráðherra óska eftir því að málið verði rætt málefnalega á Alþingi og umsagna um frumvarpið verði leitað. Þá hefur hún heldur ekki útilokað að það taki breytingum í meðförum þingsins. Það er eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir um það hvernig best sé að tryggja fé til uppbyggingar á ferðamannastöðum, en tvennt liggur fyrir; mikilvægi uppbyggingarinnar og að hún hefjist sem fyrst. Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og okkur ber að tryggja að náttúruperlurnar njóti vafans. „Það sem VAR – ER EKKI, Það sem ER – VERÐUR EKKI“ sagði Rick Antonson, forstjóri og stjórnarformaður Tourism Vancouver, á morgunfundi Landsbankans fyrir nokkrum mánuðum. Ég vil gera lokaorðin hans að mínum: Ykkar þyngsta byrði er möguleikarnir sem þið búið að, þ.e. auðlindin, landið ykkar og þið sjálf eruð það dýrmætasta sem þið eigið og það verðið þið að passa. (Your heaviest burden is the potential that you have.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Íslandsmetið í gífuryrðum og listinni að slíta úr samhengi var klárlega slegið í tengslum við frumvarp um náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti ríkisstjórn og þingflokkum í síðustu viku og á fjölmennum blaðamannafundi.Tilgangur frumvarpsins Meginmarkmið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að mínu mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að nýta átti passann til að skapa þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land, dreifa álagi og byggja upp aðstöðu á nýjum stöðum. Okkur ber skylda til að gæta þess að náttúran bíði ekki skaða af þeim mikla vexti sem orðið hefur í ferðaþjónustu. Með það í huga var lagt af stað í vinnu við útfærslu náttúrupassans í samvinnu við hagsmunaaðila, til að finna þá leið sem talin væri sanngjörnust til að standa straum af þessari uppbyggingu. Þessi markmið hafa fallið í skuggann af umræðu um girðingar, gaddavír og gjaldhlið og öðrum útfærsluleiðum sem ekki þykir raunhæft að fara. Þessar ranghugmyndir fá svo vængi í málefnalegri eyðimörk samfélagsmiðlanna. Vandamálið við umræðuna hefur einnig verið að þeir sem mest hafa gagnrýnt náttúrupassann höfðu engar forsendur í höndunum um útfærslu passans áður en gagnrýnin hófst. Þá hefur umræðan um mismunandi valmöguleika ekki innifalið endanlega útfærslu á passanum og naut hann því alls ekki sannmælis við þá skoðun. Þeir sem kynnt hafa sér frumvarpið vita að allt tal um girðingar, lögreglueftirlit og slíkt er þar ekki að finna. Ætlunin er að innheimta hóflegt gjald og hafa eftirlit með samskonar hætti og gert er í samgöngukerfum nágrannalanda okkar. Landið verður því jafn opið og áður.Fyrir hvað er greitt? Ég hef fullan skilning á að fólki finnist það framandi hugsun að greiða fyrir það sem áður var frítt. Gjaldið er lágt, 1.500 krónur fyrir þrjú ár eða 500 krónur á ári fyrir hvern Íslending, 18 ára og eldri. Kannanir sem gerðar voru við undirbúning frumvarpsins sýndu að ferðamenn voru ekki aðeins tilbúnir að greiða gjald til náttúruverndar, heldur mun hærra gjald en ætlunin er að innheimta nú. Til samanburðar mætti nefna að aðgöngumiði fyrir einn í Þjóðminjasafnið kostar 1.500 krónur. Sú upphæð er ekki innheimt fyrir það að berja munina augum, heldur til að standa straum af kostnaði við húsnæði og geymslu þessara ómetanlegu menningarverðmæta. Að sama skapi munu þessar 1.500 krónur sem innheimtar verða fyrir náttúrupassa verða nýttar til að standa straum af kostnaði við útsýnispalla, öryggisgrindverk, göngustíga og salerni fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem sækir landið heim.Sameiginlegt verkefni Ég hef ítrekað heyrt ráðherra óska eftir því að málið verði rætt málefnalega á Alþingi og umsagna um frumvarpið verði leitað. Þá hefur hún heldur ekki útilokað að það taki breytingum í meðförum þingsins. Það er eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir um það hvernig best sé að tryggja fé til uppbyggingar á ferðamannastöðum, en tvennt liggur fyrir; mikilvægi uppbyggingarinnar og að hún hefjist sem fyrst. Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og okkur ber að tryggja að náttúruperlurnar njóti vafans. „Það sem VAR – ER EKKI, Það sem ER – VERÐUR EKKI“ sagði Rick Antonson, forstjóri og stjórnarformaður Tourism Vancouver, á morgunfundi Landsbankans fyrir nokkrum mánuðum. Ég vil gera lokaorðin hans að mínum: Ykkar þyngsta byrði er möguleikarnir sem þið búið að, þ.e. auðlindin, landið ykkar og þið sjálf eruð það dýrmætasta sem þið eigið og það verðið þið að passa. (Your heaviest burden is the potential that you have.)
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun