Heilluðu strangan íslenskukennara upp úr skónum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 09:00 "MK er í hjarta mínu,“ segir Árni og Magnús tekur undir. Fréttablaðið/Stefán „Þetta byrjaði þannig að við fengum verkefni í íslensku sem átti að vera um Þórð Kakala og ferð hans frá Noregi. Hann átti að vera að skrifa móður sinni bréf. Við fengum þriggja daga skilafrest og máttum gera það sem við vildum. Við vildum koma á óvart og gera eitthvað öðruvísi,“ segir Árni Páll Árnason, nemandi á öðru ári í Menntaskólanum í Kópavogi. Hann og vinur hans, Magnús Kolbjörn Eiríksson, ákváðu að leysa íslenskuverkefnið með því að búa til rappmyndband. „Við erum með frekar strangan íslenskukennara og bjuggumst við því að hann myndi slökkva á þessu. Svo gaf hann okkur tíu fyrir verkefnið,“ bætir Árni við. Hann samdi textann við lagið en takturinn var fenginn úr laginu Go To Church með Ice Cube, Lil Jon og Snoop Dogg. Magnús sá um heimildarvinnuna en strákarnir unnu verkefnið á mettíma. „Þetta var yndislegt samstarf. Við byrjuðum að skrifa texta klukkan átta á fimmtudagskvöldi og kláruðum myndbandið á miðnætti. Skilafresturinn rann út á föstudeginum þannig að við vorum bara fjóra tíma að vinna þetta,“ segir Magnús. Íslenskukennari drengjanna er Fríða Proppé en eftir að þeir gerðu myndbandið hefur það verið sýnt í öllum íslenskutímum í skólanum. „Ég held að það sé vegna þess að það er svo frumlegt. Þetta hefur aldrei verið gert áður í skólanum. Ég held að Fríðu hafi líka fundist gaman að við höfum nútímavætt gamla sögu,“ segir Magnús. „Ég er mjög ánægður með að fá meira en 5 því ég tala um að leggja lók í myndbandinu,“ segir Árni. Hann verður kynnir á söngvakeppni skólans 13. febrúar og ætlar sér stóra hluti í rappheiminum þar sem hann gengur undir listamannsnafninu Herra Hnetusmjör. „Ég hef verið í miklu sambandi við Erp – hann er pabbi, og Valby-bræður. Við ætlum að gera hluti saman og ég mun gefa út „mix tape“ í mars eða apríl sem verður frítt á netinu. Ég hef verið að vinna í því í SoundRush í Hamraborg,“ segir Árni. Það stendur ekki á svörunum þegar hann er spurður hvert hann stefni í tónlistarbransanum. „Á toppinn.“ Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
„Þetta byrjaði þannig að við fengum verkefni í íslensku sem átti að vera um Þórð Kakala og ferð hans frá Noregi. Hann átti að vera að skrifa móður sinni bréf. Við fengum þriggja daga skilafrest og máttum gera það sem við vildum. Við vildum koma á óvart og gera eitthvað öðruvísi,“ segir Árni Páll Árnason, nemandi á öðru ári í Menntaskólanum í Kópavogi. Hann og vinur hans, Magnús Kolbjörn Eiríksson, ákváðu að leysa íslenskuverkefnið með því að búa til rappmyndband. „Við erum með frekar strangan íslenskukennara og bjuggumst við því að hann myndi slökkva á þessu. Svo gaf hann okkur tíu fyrir verkefnið,“ bætir Árni við. Hann samdi textann við lagið en takturinn var fenginn úr laginu Go To Church með Ice Cube, Lil Jon og Snoop Dogg. Magnús sá um heimildarvinnuna en strákarnir unnu verkefnið á mettíma. „Þetta var yndislegt samstarf. Við byrjuðum að skrifa texta klukkan átta á fimmtudagskvöldi og kláruðum myndbandið á miðnætti. Skilafresturinn rann út á föstudeginum þannig að við vorum bara fjóra tíma að vinna þetta,“ segir Magnús. Íslenskukennari drengjanna er Fríða Proppé en eftir að þeir gerðu myndbandið hefur það verið sýnt í öllum íslenskutímum í skólanum. „Ég held að það sé vegna þess að það er svo frumlegt. Þetta hefur aldrei verið gert áður í skólanum. Ég held að Fríðu hafi líka fundist gaman að við höfum nútímavætt gamla sögu,“ segir Magnús. „Ég er mjög ánægður með að fá meira en 5 því ég tala um að leggja lók í myndbandinu,“ segir Árni. Hann verður kynnir á söngvakeppni skólans 13. febrúar og ætlar sér stóra hluti í rappheiminum þar sem hann gengur undir listamannsnafninu Herra Hnetusmjör. „Ég hef verið í miklu sambandi við Erp – hann er pabbi, og Valby-bræður. Við ætlum að gera hluti saman og ég mun gefa út „mix tape“ í mars eða apríl sem verður frítt á netinu. Ég hef verið að vinna í því í SoundRush í Hamraborg,“ segir Árni. Það stendur ekki á svörunum þegar hann er spurður hvert hann stefni í tónlistarbransanum. „Á toppinn.“
Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira