Gæludýrum komið í gott form Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 09:30 Inga er mjög spennt fyrir átakinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Við einblínum aðallega á hunda og ketti en okkur finnst eigendur oft ekki meðvitaðir um þegar sérstaklega hundarnir þeirra eru orðnir of feitir. Okkur langaði að vekja athygli á þessu því eins og með mannfólkið fylgja ofþyngdinni mörg heilsufarsvandamál,“ segir Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, eigandi Gæludýr.is. Verslunin hefur blásið til lífsstílsátaksins Ferfættir í form og er markmiðið einfalt – að koma gæludýrum í gott form. „Þó að fólk á Íslandi hugsi mjög vel um dýrin sín erum við á eftir mörgum evrópskum borgum varðandi aðstöðu til að hreyfa þau. Á þessum tíma árs er fólk duglegt að hugsa um sjálft sig og fara í ræktina og því tilvalið að taka hundinn og köttinn með í það. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað gæludýrin borða mikið. Tökum sem dæmi íslenskan fjárhund. Eigandi gefur honum eina pylsu sem er um það bil áttatíu grömm en ein pylsa í svona lítinn maga jafngildir því að eigandinn borðaði sex kleinuhringi,“ segir Inga. Nú þegar eru fjölmargir eigendur búnir að skrá gæludýrin sín en dýralæknir fylgist grannt með þeim sem skrá sig til leiks. Dýralæknirinn heldur fyrirlestur í verslun Gæludýr.is á Smáratorgi á laugardaginn klukkan 12 og fræðir gæludýraeigendur um ofþyngd. „Dýralæknir skoðar dýrið og vigtar það og ráðleggur eigendum um hve mikið það þarf að léttast. Við tökum prósentuna á milli kjörþyngdar og þess sem er umfram og þá prósentu fær eigandi í afslátt af fóðri hjá okkur. Ef dýrið nær markmiði sínu innan sex mánaða fær það vegleg verðlaun. Þetta er ekki spurning um hver er fyrstur í mark heldur eru dýrin og eigendur að keppa við sig sjálf.“ Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Við einblínum aðallega á hunda og ketti en okkur finnst eigendur oft ekki meðvitaðir um þegar sérstaklega hundarnir þeirra eru orðnir of feitir. Okkur langaði að vekja athygli á þessu því eins og með mannfólkið fylgja ofþyngdinni mörg heilsufarsvandamál,“ segir Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, eigandi Gæludýr.is. Verslunin hefur blásið til lífsstílsátaksins Ferfættir í form og er markmiðið einfalt – að koma gæludýrum í gott form. „Þó að fólk á Íslandi hugsi mjög vel um dýrin sín erum við á eftir mörgum evrópskum borgum varðandi aðstöðu til að hreyfa þau. Á þessum tíma árs er fólk duglegt að hugsa um sjálft sig og fara í ræktina og því tilvalið að taka hundinn og köttinn með í það. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvað gæludýrin borða mikið. Tökum sem dæmi íslenskan fjárhund. Eigandi gefur honum eina pylsu sem er um það bil áttatíu grömm en ein pylsa í svona lítinn maga jafngildir því að eigandinn borðaði sex kleinuhringi,“ segir Inga. Nú þegar eru fjölmargir eigendur búnir að skrá gæludýrin sín en dýralæknir fylgist grannt með þeim sem skrá sig til leiks. Dýralæknirinn heldur fyrirlestur í verslun Gæludýr.is á Smáratorgi á laugardaginn klukkan 12 og fræðir gæludýraeigendur um ofþyngd. „Dýralæknir skoðar dýrið og vigtar það og ráðleggur eigendum um hve mikið það þarf að léttast. Við tökum prósentuna á milli kjörþyngdar og þess sem er umfram og þá prósentu fær eigandi í afslátt af fóðri hjá okkur. Ef dýrið nær markmiði sínu innan sex mánaða fær það vegleg verðlaun. Þetta er ekki spurning um hver er fyrstur í mark heldur eru dýrin og eigendur að keppa við sig sjálf.“
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein