Leiksýning sem bætir lýðheilsu Ugla Egilsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 12:30 Rebekka A. Ingimundardóttir. Mynd/ Gunnar V. Andrésson „Þessi leiksýning er okkar framlag til að stuðla að bættri lýðheilsu Íslendinga,“ segir Rebekka A. Ingimundardóttir, leikstjóri sýningarinnar Sad, sem fjallar um skammdegisþunglyndi. „Það má segja að áhorfendur séu sjúklingarnir og við séum læknarnir, eða einhvers konar lýðheilsustöð listamanna.“ Rebekka tekur fram að öll meðferð á áhorfendum verði vinaleg. „Við plokkum hvorki né pikkum í áhorfendur, og þeir þurfa ekkert að standa uppi á sviði.“ Sýningin er sett á svið af sviðslistamönnum frá Íslandi, Danmörku og Færeyjum. „Við förum líka til Danmerkur og Færeyja með sýninguna,“ segir Rebekka. „Við völdum þema sem sameinar Norðurlandabúa, en skammdegisþunglyndi hefur aukist til muna í Skandinavíu á undanförnum áratugum. Fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum var það nær óþekkt á Íslandi. Nú er það mjög algengt. Vísindamenn telja að það stafi af breyttu mataræði. Við borðuðum mikinn fisk einu sinni og fengum mikilvæg vítamín úr fiskinum, en nú eru allir farnir að borða kjúkling,“ segir Rebekka. Skammdegisþunglyndi heitir Seasonal Affective Disorder á ensku. Það er skammstafað SAD. „Heiti sýningarinnar er hins vegar Sad, sem þýðir leiður á ensku,“ segir Rebekka. Hún segir leikhópinn byggja á uppgötvun vísindamannsins Jens Hannibal. „Hann fann út að í augntóftunum eru frumur sem nema blátt dagsljós. Til þess að líkaminn sé í jafnvægi þarf maður að sjá þetta bláa ljós drjúgan part úr degi. Annars er hætt við skammdegisþunglyndi. En nútímamanneskjan er að berjast við það að í tölvunni er blátt ljós. Það ruglar þetta kerfi,“ segir Rebekka. „Í sýningunni verða áhorfendur leiddir í gegnum myrkraheima hugans, og út úr þeim.“ Sad er sett upp í Læknaminjasafninu sem átti að rísa á Seltjarnarnesi fyrir nokkrum árum. „Þegar kreppan skall á var hætt við safnið. Þegar við komum þarna inn voru þetta bara steypuveggir og ekkert á gólfum,“ segir Rebekka. „Kreppan hefur komið sér vel fyrir leikhúsfólk sem er svag fyrir óhefðbundnum leikrýmum. Óklárað húsnæði er kjörið fyrir leiksýningar,“ segir Rebekka. „Annað sem gerir leiksýninguna óhefðbundna, er að áhorfandinn er inni á leiksviðinu á meðan á sýningunni stendur,“ segir Rebekka. „Við ætlum samt ekkert að stríða áhorfendum,“ segir hún. „Þetta er svona þægilegt þátttökuleikhús.“ Aðeins 24 áhorfendur komast á hverja sýningu. Sýningar verða tvær á dag frá föstudeginum 7. febrúar til sunnudags 9. febrúar. Sýningin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er samt ekkert hlynntur svona janúaræði” Davíð Kristinsson kynnir aðferð til að öðlast líkamlegt heilbrigði til frambúðar. 6. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
„Þessi leiksýning er okkar framlag til að stuðla að bættri lýðheilsu Íslendinga,“ segir Rebekka A. Ingimundardóttir, leikstjóri sýningarinnar Sad, sem fjallar um skammdegisþunglyndi. „Það má segja að áhorfendur séu sjúklingarnir og við séum læknarnir, eða einhvers konar lýðheilsustöð listamanna.“ Rebekka tekur fram að öll meðferð á áhorfendum verði vinaleg. „Við plokkum hvorki né pikkum í áhorfendur, og þeir þurfa ekkert að standa uppi á sviði.“ Sýningin er sett á svið af sviðslistamönnum frá Íslandi, Danmörku og Færeyjum. „Við förum líka til Danmerkur og Færeyja með sýninguna,“ segir Rebekka. „Við völdum þema sem sameinar Norðurlandabúa, en skammdegisþunglyndi hefur aukist til muna í Skandinavíu á undanförnum áratugum. Fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum var það nær óþekkt á Íslandi. Nú er það mjög algengt. Vísindamenn telja að það stafi af breyttu mataræði. Við borðuðum mikinn fisk einu sinni og fengum mikilvæg vítamín úr fiskinum, en nú eru allir farnir að borða kjúkling,“ segir Rebekka. Skammdegisþunglyndi heitir Seasonal Affective Disorder á ensku. Það er skammstafað SAD. „Heiti sýningarinnar er hins vegar Sad, sem þýðir leiður á ensku,“ segir Rebekka. Hún segir leikhópinn byggja á uppgötvun vísindamannsins Jens Hannibal. „Hann fann út að í augntóftunum eru frumur sem nema blátt dagsljós. Til þess að líkaminn sé í jafnvægi þarf maður að sjá þetta bláa ljós drjúgan part úr degi. Annars er hætt við skammdegisþunglyndi. En nútímamanneskjan er að berjast við það að í tölvunni er blátt ljós. Það ruglar þetta kerfi,“ segir Rebekka. „Í sýningunni verða áhorfendur leiddir í gegnum myrkraheima hugans, og út úr þeim.“ Sad er sett upp í Læknaminjasafninu sem átti að rísa á Seltjarnarnesi fyrir nokkrum árum. „Þegar kreppan skall á var hætt við safnið. Þegar við komum þarna inn voru þetta bara steypuveggir og ekkert á gólfum,“ segir Rebekka. „Kreppan hefur komið sér vel fyrir leikhúsfólk sem er svag fyrir óhefðbundnum leikrýmum. Óklárað húsnæði er kjörið fyrir leiksýningar,“ segir Rebekka. „Annað sem gerir leiksýninguna óhefðbundna, er að áhorfandinn er inni á leiksviðinu á meðan á sýningunni stendur,“ segir Rebekka. „Við ætlum samt ekkert að stríða áhorfendum,“ segir hún. „Þetta er svona þægilegt þátttökuleikhús.“ Aðeins 24 áhorfendur komast á hverja sýningu. Sýningar verða tvær á dag frá föstudeginum 7. febrúar til sunnudags 9. febrúar. Sýningin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík
Tengdar fréttir „Ég er samt ekkert hlynntur svona janúaræði” Davíð Kristinsson kynnir aðferð til að öðlast líkamlegt heilbrigði til frambúðar. 6. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
„Ég er samt ekkert hlynntur svona janúaræði” Davíð Kristinsson kynnir aðferð til að öðlast líkamlegt heilbrigði til frambúðar. 6. febrúar 2014 13:30