Lífið

Heimsfrægur, þýskur leikari mætti á frumsýningu fatalínu 66°Norður

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Götz Otto í stuði.
Götz Otto í stuði.
Ný fatalína 66°Norður fyrir veturinn 2014-15 var frumsýnd í BMW-safninu í München á dögunum. Á þriðja hundrað manns mættu á viðburðinn, þar á meðal þýski leikarinn Götz Otto. Hann er mjög frægur í Þýskalandi og lék meðal annars illmennið í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Þá hefur hann líka leikið í myndum á borð við Downfall, Cloud Atlas og Iron Sky.

Viðburður 66°Norður í BMW-safninu var haldinn í tengslum við ISPO sýninguna sem stóð yfir í München en sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í útivistar- og íþróttageiranum. Góður rómur var gerður að nýju línunni sem vakti mikla athygli en fatalínan þótti passa einkar vel innan um klassíska og flotta BMW bíla frá hinum ýmsu áratugum. Meðal annars var fatnaðinum stillt upp við mótorhjól frá árinu 1926 sem er einmitt sama ár og 66°Norður var stofnað.

Línan vakti lukku.
„Þetta var einstaklega skemmtilegur og vel heppnaður viðburður og mikill heiður að fá að koma inn í þetta glæsilega safn og frumsýna nýja vetrarlínu með þessum hætti. Þetta er mikilvægt fyrir okkur að fá svona mikla og jákvæða athygli í Þýskalandi,“ segir Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður.

„Það er mjög skemmtilegt að geta sameinað flotta bílahönnun og  fatahönnun hér á BMW safninu. Það er með gleði og stolti sem við bjóðum 66°Norður velkomið hingað að sýna nýjustu vörulínu sína,“ segir Ralf Pedepeter, forstjóri BMW-safnsins í München.

Bílar og tíska fóru saman í safninu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.