Lífið

Í áfalli yfir dauða Philips Seymour Hoffmans

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Elizabeth Banks mætti í sjónvarpsþáttinn Today í gær og sagðist ekki enn vera búin að átta sig á því að meðleikari hennar í Hunger Games: Catching Fire, Philip Seymour Hoffman, sé látinn.

„Ég er enn að vinna úr þessum upplýsingum. Ég er í alvöru í áfalli,“ segir Elizabeth. Philip fannst látinn á heimili sínu um helgina en talið er að hann hafi tekið of stóran skammt af heróíni.

„Hann var æðislegur leikari, allir virtu hann og hann var hluti af The Hunger Games-fjölskyldunni. Við söknum hans óstjórnlega og við erum í uppnámi fyrir hönd barna hans og konu. Þetta er harmleikur," bætir Elizabeth við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.