Lífið

Beckham föndrar með börnunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Knattspyrnukappinn David Beckham hefur verið velgjörðasendiherra UNICEF síðan árið 2005 og fór til Filippseyja á dögunum, nú þegar þrír mánuðir eru liðnir frá því að fellibylurinn Haiyan gekk þar yfir.

„Mig langar að sýna fólki hversu miklu framlög þeirra til hjálparstarfs UNICEF hafa áorkað við uppbyggingu eftir fellibylinn. Íbúarnir eru svo innilega þakklátir fyrir allan stuðninginn og það fyllir okkur bjartsýni að sjá að börnin eru smám saman að endurheimta líf sitt,“ segir David.

Beckham talar við litla dúllu.
Hann hitti meðal annars fyrir krakka sem sækja barnvæn svæði UNICEF, föndraði með þeim Valentínusardagskort og spilaði fótbolta við þau. 

Yfir tíu þúsund Íslendingar, auk fjölmargra fyrirtækja, styrktu neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn á Filippseyjum og söfnuðust 25 milljónir. Þá er ótalinn stuðningur 22 þúsund heimsforeldra og samfélags Filippseyinga hér á landi. 

Flinkur föndrari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.