Lífið

Stressaður í fyrsta þættinum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Fallon tók við Tonight Show á NBC og var fyrsti þátturinn sýndur í gær. Jimmy var eilítið stressaður í byrjun en náði sér síðan á strik.

240 manns voru í salnum til að fylgjast með þættinum og voru gestirnir ekki af verri endanum. Robert DeNiro kom í heimsókn ásamt Tinu Fey, Kim Kardashian, Lady Gaga, Sarah Jessica Parker, Seth Rogan, Lindsay Lohan, Mariah Carey, Joan Rivers, Tracey Morgan og Mike Tyson.

Maðurinn sem vígði sófann sem fyrsti gesturinn var hins vegar Will Smith og tóku þeir félagar nokkur vel valin dansspor.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.