Lífið

Kylie Minogue kemur aðdáanda á óvart

Kylie gerði aðdáanda sinn agndofa af gleði.
Kylie gerði aðdáanda sinn agndofa af gleði. nordicphotos/getty
Ástralska söngkonan Kylie Minogue kom einum af sínum helsta aðdáanda, Adam Milner heldur betur á óvart á meðan að hann tók á því ræktinni í London á dögunum.

Hin 45 ára gamla Minogue vissi að Milner væri mikill aðdáandi og að hann hlustaði gjarnan á hana þegar hann stundaði sína líkamsrækt. Á meðan að Milner tók sínar magaæfingar, gekk Minogue inn líkamsræktargólfið og söng þar smellinn sinn Into The Blue.

Nokkrir aðilar tóku þátt í atriðinu og voru til að mynda dansarar Minogue klæddir sem óbreyttir aðilar við æfingar en risu svo upp og dönsuðu þokkafullan dans með áströlsku söngkonunni.

Milner var agndofa af gleði en myndband af atriðinu má sjá hér að neðan.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.