Lífið

Látin 89 ára að aldri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Mary Grace Canfield, sem er hvað þekktust fyrir að leika Ralph Monroe í sjónvarpsþáttunum Green Acres, er látin, 89 ára að aldri.

Dóttir hennar, Phoebe Alexiades, segir að móðir sín hafi látist úr lungnakrabbameini á laugardaginn á hjúkrunarheimili í Santa Barbara í Kaliforníu.

Mary lék einnig í öðrum sjónvarpsþáttum á ferlinum sem spannar fjóra áratugi, þar á meðal General Hospital og The Hathaways.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.