Erlent

Vændi og dóp reiknað með

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Kannabis er ræktað í stórum stíl víðsvegar um heim.
Kannabis er ræktað í stórum stíl víðsvegar um heim. Fréttablaðið/Daníel
Verslun með ólögleg eiturlyf og vændi bæta rúmum tíu milljörðum punda við efnahagsleg umsvif Bretlandseyja árlega, eða rétt undir einu prósenti vergrar þjóðarframleiðslu.

Þjóðhagsstofa Bretlands tók saman þessar upplýsingar og birti í gær, ásamt útskýringum á rannsóknaraðferðum sínum.

Erfitt er að mæla slíkar tölur, sérstaklega hvað vændi varðar, en vændi er löglegt á Bretlandseyjum. Skipulögð kynlífssölustarfsemi eins og vændishús er þó bönnuð, sem gerði rannsakendum erfitt fyrir við mælingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×