Lífið

Frábær stemning í grillveislu Rjóðsins

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Rjóðrið, dvalarheimili fyrir langveik börn, fagnaði tíu ára starfsafmæli í vor. Af því tilefni hélt Securitas grillveislu fyrir börnin og fjölskyldur þeirra ásamt starfsfólki Rjóðsins í gær.

Einar Mikael töframaður og Töfrahetjurnar skemmtu gestum og Íþróttaálfurinn og Solla stirða brugðu á leik.

Securitas gaf Rjóðrinu svo nýtt gasgrill að gjöf og voru grillaðar pylsur ofan í mannskapinn. Þessar skemmtilegu myndir voru teknar í gær en eins og sjá má var gleðin allsráðandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.