Lífið

Nýja Ísland hittir gamla Ísland

Baldvin Þormóðsson skrifar
Sviðið er þakið grasi.
Sviðið er þakið grasi. vísir/vilhelm
„Í verkinu erum við að skoða gamla íslensku menningu og sjá hvernig við finnum hana í okkar nútíma samfélagi,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir en hún frumsýnir sýninguna Skrattinn úr sauðarleggnum annað kvöld.

Ásamt Melkorku eru það Sigríður Soffía Níelsdóttir og Valdimar Jóhannsson sem vinna að sýningunni.

„Við erum alltaf þrjú saman á sviðinu,“ segir Melkorka. „Þetta verður svona gamla Ísland hittir nýja Ísland þar sem hið hefðbundna verður hið frábrugðna.“

Sýningin er sjálfstætt framhald sýningarinnar Glymskrattinn sem þríeykið setti upp í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir tveimur árum en nýja sýningin er búin að vera í pípunum síðan þá.

„Við þurftum tíma til þess að pæla í sýningunni og hvað okkur langaði að gera og hvernig við ætluðum að skapa þennan hugmyndaheim,“ segir Melkorka, en þau fengu leikmyndahönnuðinn Brynju Björnsdóttur til þess að tyrfa sviðið.

„Hún fyllti sviðið af grasi þannig að um leið og maður kemur inn þá er rosalega góð útilegulykt og almenn sveitastemning.“

Melkorka er spennt fyrir frumsýningunni. „Það var öðruvísi þegar við vorum í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar var svo takmarkað rými en núna erum við komin inn á stórt svið og höfum allt rýmið til þess að leika okkur í.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.