Lífið

Hrifin af fortíðinni

Baldvin Þormóðsson skrifar
Kirsten Dunst er fjölhæf leikkona sem færi hæglega með að leika Jean Harlow.
Kirsten Dunst er fjölhæf leikkona sem færi hæglega með að leika Jean Harlow. vísir/getty
Leikkonan Kirsten Dunst sem gerði garðinn frægan með myndum á borð við þríleikinn um Köngulóarmanninn var nýlega á forsíðu tímaritsins W Magazine.

Í viðtali þar tjáir Kirsten blaðakonunni Sofiu Coppola hvaða persónu úr fortíðinni hún hefði mestan áhuga á að leika. Segir Dunst að hana hafi dreymt um að leika Jean Harlow.

Fyrir þá sem ekki vita þá var Jean Harlow Hollywood-stjarna í kringum 1930 þar sem hún lék í myndunum Red Dust, Reckless og Suzy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.