Nafn: Rakel Matthea Dofradóttir
Aldur:22 ára
Starf? Margmiðlunarnemi og tískuritstjóri NUDE magazine. Sumarstarfsmaður hjá Suðurverki.
Maki? Enginn.
Stjörnumerki? Meyja.
Hreyfing? Hitt og þetta í World Class, ég ætlaði líka að hjóla helling í sumar en dekkið sprakk í júní.
Uppáhaldslistamaður? Dr. Woo gerir hrikalega flott húðflúr, ég væri alveg til í eitt listaverk eftir hann.
Uppáhaldsmynd? Ég er mjög lélegt bíómyndanörd og get horft á sömu myndina tvisvar án þess að fatta það. The Parent Trap var samt fyrsta uppáhaldsmyndin mín svo ég vel hana…og Harry Potter.
A- eða B-manneskja? Skóli og skrifstofustörf bjóða ekki upp á margt annað en A-manneskjulifnaðarhætti sem ganga misvel. Inn við beinið er ég þó 100 prósent B og sú týpa springur út um helgar og í jólafríum.
Hver er: Rakel Matthea Dofradottir
