Segir Ólaf Ragnar skulda skýringar Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2014 14:32 vísir/vilhelm Pawel Bartoszek stærðfræðingur segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verði að gefa upp afstöðu sína til aðgerða Rússa á Krímskaga. Hann segir að forsetinn skuldi fólki skýringar því hann hafi hindrað gagnrýni á aðgerðir Rússa í Norðurskautsráðinu. Pawel, sem er stærðfræðingur og fastur pistlahöfundur á Fréttablaðinu, skrifaði grein í blaðið í vikunni með fyrirsögninni Pútínisminn. Þar dró hann fram mynd sem birtist sjaldan í vestrænum fjölmiðlum og fór yfir þann áróður sem rekinn er í Rússlandi um þessar mundir fyrir réttmæti aðgerða Rússa á Krímsskaga. Pawel sagði í greininni að Vladímír Pútín Rússlandsforseta þætti áreiðanlega vænt um ef sem flestir sniðgengju úkraínsk stjórnvöld. Það myndi auðvelda honum frekari sundurlimun Úkraínu. Það hafi því verið gott hjá Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra, að fara til Úkraínu. Menn réðust síður á ríki meðan vestrænir utanríkisráðherrar gistu á hótelum höfuðborgarinnar. Sá móralski stuðningur skipti máli og það hafi verið gott að Gunnar Bragi hafi veitt hann. Á meðan hafi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þagað þunnu hljóði á milli þess sem hann hafi gagnrýnt þá sem gagnrýni á Pútín. Pawel, sem er fæddur í Póllandi og bjó þar til átta ára aldurs, var meðal gesta á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði að stefna Rússa fæli í sér raunverulega ógn fyrir grannríki þeirra, eins og Pólland. „Í þeim heimshluta sem ég og fjölskylda mín komum úr, það er allavega ekki öruggari staður fyrir en hann var fyrir ári síðan. Fólk úr þessum heimshluta hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Að menn geti, á 21.öldinni, labbað inn í hérað annars ríkis, haldið þar sýndaratkvæðagreiðslu, innlimað ríkið inn í sig á tveimur dögum og meira að segja mætt ákveðnum skilningi á því.“Gagnrýnir forsetann Pawel sagðist hræddur við þessa þróun. Hann rifjaði upp að saga Pólverja á 20. öldinni væri saga ríkis undir oki annarra. Fyrst nasista, svo kommúnista. Frjálst, fullvalda Pólland þar sem lýðræði væri ráðandi væri aðeins brot þessa tíma. Pawel sagði að Gunnar Bragi hefði vaxið við heimsóknina til Úkraínu en gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, að sama skapi.Ólafur Ragnar gagnrýndi Norðmenn fyrir að nota fund Norðurskatusráðsins til að gagnrýna Rússa fyrir innlimun Krímskaga. Þá mætti forsetinn til Sotsjí, tók þar þátt í sýningunni með Rússum og taldi það heldur ekki réttan vettvang fyrir gagnrýni á mannréttindabrot þar í landi. Sýningin leikaraskapur „Sýningin í Sotsjí var mikið gerð fyrir rússneskan almenning til að sannfæra íbúa Rússlands að þarna væri á ferðinni nútímavætt ríki sem önnur ríki í heiminum taka tillit til og bera virðingu fyrir. Og við sendum okkar ráðamenn til þess að taka þátt í því leikriti. Þess vegna held ég að forsetinn skuldi allavega okkur hér heima smá skýringu á því hvað honum finnst,“ sagði Pawel Bartoszek á Sprengisandi í morgun. Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Pawel Bartoszek stærðfræðingur segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verði að gefa upp afstöðu sína til aðgerða Rússa á Krímskaga. Hann segir að forsetinn skuldi fólki skýringar því hann hafi hindrað gagnrýni á aðgerðir Rússa í Norðurskautsráðinu. Pawel, sem er stærðfræðingur og fastur pistlahöfundur á Fréttablaðinu, skrifaði grein í blaðið í vikunni með fyrirsögninni Pútínisminn. Þar dró hann fram mynd sem birtist sjaldan í vestrænum fjölmiðlum og fór yfir þann áróður sem rekinn er í Rússlandi um þessar mundir fyrir réttmæti aðgerða Rússa á Krímsskaga. Pawel sagði í greininni að Vladímír Pútín Rússlandsforseta þætti áreiðanlega vænt um ef sem flestir sniðgengju úkraínsk stjórnvöld. Það myndi auðvelda honum frekari sundurlimun Úkraínu. Það hafi því verið gott hjá Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra, að fara til Úkraínu. Menn réðust síður á ríki meðan vestrænir utanríkisráðherrar gistu á hótelum höfuðborgarinnar. Sá móralski stuðningur skipti máli og það hafi verið gott að Gunnar Bragi hafi veitt hann. Á meðan hafi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þagað þunnu hljóði á milli þess sem hann hafi gagnrýnt þá sem gagnrýni á Pútín. Pawel, sem er fæddur í Póllandi og bjó þar til átta ára aldurs, var meðal gesta á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði að stefna Rússa fæli í sér raunverulega ógn fyrir grannríki þeirra, eins og Pólland. „Í þeim heimshluta sem ég og fjölskylda mín komum úr, það er allavega ekki öruggari staður fyrir en hann var fyrir ári síðan. Fólk úr þessum heimshluta hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Að menn geti, á 21.öldinni, labbað inn í hérað annars ríkis, haldið þar sýndaratkvæðagreiðslu, innlimað ríkið inn í sig á tveimur dögum og meira að segja mætt ákveðnum skilningi á því.“Gagnrýnir forsetann Pawel sagðist hræddur við þessa þróun. Hann rifjaði upp að saga Pólverja á 20. öldinni væri saga ríkis undir oki annarra. Fyrst nasista, svo kommúnista. Frjálst, fullvalda Pólland þar sem lýðræði væri ráðandi væri aðeins brot þessa tíma. Pawel sagði að Gunnar Bragi hefði vaxið við heimsóknina til Úkraínu en gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, að sama skapi.Ólafur Ragnar gagnrýndi Norðmenn fyrir að nota fund Norðurskatusráðsins til að gagnrýna Rússa fyrir innlimun Krímskaga. Þá mætti forsetinn til Sotsjí, tók þar þátt í sýningunni með Rússum og taldi það heldur ekki réttan vettvang fyrir gagnrýni á mannréttindabrot þar í landi. Sýningin leikaraskapur „Sýningin í Sotsjí var mikið gerð fyrir rússneskan almenning til að sannfæra íbúa Rússlands að þarna væri á ferðinni nútímavætt ríki sem önnur ríki í heiminum taka tillit til og bera virðingu fyrir. Og við sendum okkar ráðamenn til þess að taka þátt í því leikriti. Þess vegna held ég að forsetinn skuldi allavega okkur hér heima smá skýringu á því hvað honum finnst,“ sagði Pawel Bartoszek á Sprengisandi í morgun.
Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira