Segir Ólaf Ragnar skulda skýringar Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2014 14:32 vísir/vilhelm Pawel Bartoszek stærðfræðingur segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verði að gefa upp afstöðu sína til aðgerða Rússa á Krímskaga. Hann segir að forsetinn skuldi fólki skýringar því hann hafi hindrað gagnrýni á aðgerðir Rússa í Norðurskautsráðinu. Pawel, sem er stærðfræðingur og fastur pistlahöfundur á Fréttablaðinu, skrifaði grein í blaðið í vikunni með fyrirsögninni Pútínisminn. Þar dró hann fram mynd sem birtist sjaldan í vestrænum fjölmiðlum og fór yfir þann áróður sem rekinn er í Rússlandi um þessar mundir fyrir réttmæti aðgerða Rússa á Krímsskaga. Pawel sagði í greininni að Vladímír Pútín Rússlandsforseta þætti áreiðanlega vænt um ef sem flestir sniðgengju úkraínsk stjórnvöld. Það myndi auðvelda honum frekari sundurlimun Úkraínu. Það hafi því verið gott hjá Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra, að fara til Úkraínu. Menn réðust síður á ríki meðan vestrænir utanríkisráðherrar gistu á hótelum höfuðborgarinnar. Sá móralski stuðningur skipti máli og það hafi verið gott að Gunnar Bragi hafi veitt hann. Á meðan hafi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þagað þunnu hljóði á milli þess sem hann hafi gagnrýnt þá sem gagnrýni á Pútín. Pawel, sem er fæddur í Póllandi og bjó þar til átta ára aldurs, var meðal gesta á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði að stefna Rússa fæli í sér raunverulega ógn fyrir grannríki þeirra, eins og Pólland. „Í þeim heimshluta sem ég og fjölskylda mín komum úr, það er allavega ekki öruggari staður fyrir en hann var fyrir ári síðan. Fólk úr þessum heimshluta hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Að menn geti, á 21.öldinni, labbað inn í hérað annars ríkis, haldið þar sýndaratkvæðagreiðslu, innlimað ríkið inn í sig á tveimur dögum og meira að segja mætt ákveðnum skilningi á því.“Gagnrýnir forsetann Pawel sagðist hræddur við þessa þróun. Hann rifjaði upp að saga Pólverja á 20. öldinni væri saga ríkis undir oki annarra. Fyrst nasista, svo kommúnista. Frjálst, fullvalda Pólland þar sem lýðræði væri ráðandi væri aðeins brot þessa tíma. Pawel sagði að Gunnar Bragi hefði vaxið við heimsóknina til Úkraínu en gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, að sama skapi.Ólafur Ragnar gagnrýndi Norðmenn fyrir að nota fund Norðurskatusráðsins til að gagnrýna Rússa fyrir innlimun Krímskaga. Þá mætti forsetinn til Sotsjí, tók þar þátt í sýningunni með Rússum og taldi það heldur ekki réttan vettvang fyrir gagnrýni á mannréttindabrot þar í landi. Sýningin leikaraskapur „Sýningin í Sotsjí var mikið gerð fyrir rússneskan almenning til að sannfæra íbúa Rússlands að þarna væri á ferðinni nútímavætt ríki sem önnur ríki í heiminum taka tillit til og bera virðingu fyrir. Og við sendum okkar ráðamenn til þess að taka þátt í því leikriti. Þess vegna held ég að forsetinn skuldi allavega okkur hér heima smá skýringu á því hvað honum finnst,“ sagði Pawel Bartoszek á Sprengisandi í morgun. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Pawel Bartoszek stærðfræðingur segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verði að gefa upp afstöðu sína til aðgerða Rússa á Krímskaga. Hann segir að forsetinn skuldi fólki skýringar því hann hafi hindrað gagnrýni á aðgerðir Rússa í Norðurskautsráðinu. Pawel, sem er stærðfræðingur og fastur pistlahöfundur á Fréttablaðinu, skrifaði grein í blaðið í vikunni með fyrirsögninni Pútínisminn. Þar dró hann fram mynd sem birtist sjaldan í vestrænum fjölmiðlum og fór yfir þann áróður sem rekinn er í Rússlandi um þessar mundir fyrir réttmæti aðgerða Rússa á Krímsskaga. Pawel sagði í greininni að Vladímír Pútín Rússlandsforseta þætti áreiðanlega vænt um ef sem flestir sniðgengju úkraínsk stjórnvöld. Það myndi auðvelda honum frekari sundurlimun Úkraínu. Það hafi því verið gott hjá Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra, að fara til Úkraínu. Menn réðust síður á ríki meðan vestrænir utanríkisráðherrar gistu á hótelum höfuðborgarinnar. Sá móralski stuðningur skipti máli og það hafi verið gott að Gunnar Bragi hafi veitt hann. Á meðan hafi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þagað þunnu hljóði á milli þess sem hann hafi gagnrýnt þá sem gagnrýni á Pútín. Pawel, sem er fæddur í Póllandi og bjó þar til átta ára aldurs, var meðal gesta á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði að stefna Rússa fæli í sér raunverulega ógn fyrir grannríki þeirra, eins og Pólland. „Í þeim heimshluta sem ég og fjölskylda mín komum úr, það er allavega ekki öruggari staður fyrir en hann var fyrir ári síðan. Fólk úr þessum heimshluta hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Að menn geti, á 21.öldinni, labbað inn í hérað annars ríkis, haldið þar sýndaratkvæðagreiðslu, innlimað ríkið inn í sig á tveimur dögum og meira að segja mætt ákveðnum skilningi á því.“Gagnrýnir forsetann Pawel sagðist hræddur við þessa þróun. Hann rifjaði upp að saga Pólverja á 20. öldinni væri saga ríkis undir oki annarra. Fyrst nasista, svo kommúnista. Frjálst, fullvalda Pólland þar sem lýðræði væri ráðandi væri aðeins brot þessa tíma. Pawel sagði að Gunnar Bragi hefði vaxið við heimsóknina til Úkraínu en gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, að sama skapi.Ólafur Ragnar gagnrýndi Norðmenn fyrir að nota fund Norðurskatusráðsins til að gagnrýna Rússa fyrir innlimun Krímskaga. Þá mætti forsetinn til Sotsjí, tók þar þátt í sýningunni með Rússum og taldi það heldur ekki réttan vettvang fyrir gagnrýni á mannréttindabrot þar í landi. Sýningin leikaraskapur „Sýningin í Sotsjí var mikið gerð fyrir rússneskan almenning til að sannfæra íbúa Rússlands að þarna væri á ferðinni nútímavætt ríki sem önnur ríki í heiminum taka tillit til og bera virðingu fyrir. Og við sendum okkar ráðamenn til þess að taka þátt í því leikriti. Þess vegna held ég að forsetinn skuldi allavega okkur hér heima smá skýringu á því hvað honum finnst,“ sagði Pawel Bartoszek á Sprengisandi í morgun.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira