Gerplustelpurnar góðar vinkonur þrátt fyrir mikla samkeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2014 20:15 Það fór vel á með þeim Normu Dögg Róbertsdóttur, Thelmu Rut Hermannsdóttur og Agnesi Suto en þær eru allar úr Gerplu og unnu allar gull um helgina. Vísir/Vilhelm Gerpla vann alla fimm Íslandsmeistaratitlana í boði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í Ármannsheimilinu um helgina. Norma Dögg Róbertsdóttir vann fjölþrautina í gær og hún og liðsfélagar hennar Thelma Rut Hermannsdóttir og Agnes Suto skiptu svo með sér gullverðlaunum á einstökum áhöldum í dag. Íslandsmeistarinn Norma Dögg Róbertsdóttir segir mikla samkeppni í fimleikunum ekki spila samskiptunum stelpnanna á æfingum eða í keppni. „Við náum samt að vera vinkonur á æfingum sem skiptir rosalega miklu máli. Við náum að hvetja hverja aðra og vera ánægðar fyrir hönd hinna. Það er skemmtilegt líka," segir Norma en viðurkennir að það geti reynt á þegar úrslitin ráðast á minnsta smáatriði. „Það er alltaf erfitt en þetta er okkar önnur fjölskylda og það eru allir ánægðir þegar hinum gengur vel," segir Norma sem var sátt með helgina. „Þetta er mjög skemmtilegt og ég er mjög sátt," sagði Norma sem vann keppni í stökki í dag auk þess að vinna fjölþrautina í fyrsta sinn á laugardaginn. Thelma Rut Hermannsdóttir varð að sjá eftir Íslandsmeistaratitlinum í fjölþraut í gær eftir fjögurra ára sigurgöngu en hún vann tvö gull á áhöldum í dag því enginn gerði betri æfingar á gólfi eða jafnvægisslá. „Það er rosalega gott að það sé komin svona góð keppni á milli okkar. Það hvetur mann bara áfram að vera harður við sjálfan sig á æfingum og æfa betur. Hver æfing skiptir máli og máður þarf núna að fara að setja erfiðar æfingar inn í rútínurnar hjá sér svo það skili manni hærri stigum. Það er rosalega gott að fá samkeppni. Það er ekkert gaman að keppa ef að það er enginn samkeppni," segir Thelma Rut. Það verður rætt meira við stelpurnar í Fréttablaðinu á morgun.Keppendur Gerplu á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Vísir/Vilhelm Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Gerpla vann alla fimm Íslandsmeistaratitlana í boði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í Ármannsheimilinu um helgina. Norma Dögg Róbertsdóttir vann fjölþrautina í gær og hún og liðsfélagar hennar Thelma Rut Hermannsdóttir og Agnes Suto skiptu svo með sér gullverðlaunum á einstökum áhöldum í dag. Íslandsmeistarinn Norma Dögg Róbertsdóttir segir mikla samkeppni í fimleikunum ekki spila samskiptunum stelpnanna á æfingum eða í keppni. „Við náum samt að vera vinkonur á æfingum sem skiptir rosalega miklu máli. Við náum að hvetja hverja aðra og vera ánægðar fyrir hönd hinna. Það er skemmtilegt líka," segir Norma en viðurkennir að það geti reynt á þegar úrslitin ráðast á minnsta smáatriði. „Það er alltaf erfitt en þetta er okkar önnur fjölskylda og það eru allir ánægðir þegar hinum gengur vel," segir Norma sem var sátt með helgina. „Þetta er mjög skemmtilegt og ég er mjög sátt," sagði Norma sem vann keppni í stökki í dag auk þess að vinna fjölþrautina í fyrsta sinn á laugardaginn. Thelma Rut Hermannsdóttir varð að sjá eftir Íslandsmeistaratitlinum í fjölþraut í gær eftir fjögurra ára sigurgöngu en hún vann tvö gull á áhöldum í dag því enginn gerði betri æfingar á gólfi eða jafnvægisslá. „Það er rosalega gott að það sé komin svona góð keppni á milli okkar. Það hvetur mann bara áfram að vera harður við sjálfan sig á æfingum og æfa betur. Hver æfing skiptir máli og máður þarf núna að fara að setja erfiðar æfingar inn í rútínurnar hjá sér svo það skili manni hærri stigum. Það er rosalega gott að fá samkeppni. Það er ekkert gaman að keppa ef að það er enginn samkeppni," segir Thelma Rut. Það verður rætt meira við stelpurnar í Fréttablaðinu á morgun.Keppendur Gerplu á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Vísir/Vilhelm
Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira