Lífið

Brúðarveski og bönd

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar
Guðmundur A. Þorvarðarson hjá blómabúðinni Upplifun í Hörpu og Nanna Björk Viðarsdóttir í Breiðholtsblómum segja blómum skrýdd veski og armbönd verða vinsæl í stað brúðarvandar í sumar. Ljósir litir haldi vinsældum sínum og heilir vendir oft í einum lit eða litatóni.



Nanna Björk Viðarsdóttir   eigandi Breiðholtsblóma

"Brúðir í dag vilja hafa vendina persónulega frekar en að stæla tilbúna vendi upp úr blaði. Mín tilfinning er sú að það verði vinsælt að vera með tónaða liti og flæði í vöndunum, en ekki skarpar andstæður í litum.

Ljósir litir eru alltaf vinsælir í brúðarvendina en það er hægt að leika sér með alla liti. Hortensíur verða vinsælar í ár og rósir eru alltaf klassískar."

Guðmundur A.  Þorvarðarson,  blómaskreytir hjá blómabúðinni Upplifun í Hörpu.



"Í sumar verður áhersla á faglega unna brúðarvendi, oft í einum lit eða litatóni, og vendi sem unnir eru upp úr einu blómi.

Armbönd og blómaskart úr víravirki skreyttu blómum eru mikið að koma inn og brúðarveski.

Íslenskar rósir og liljur eru vinsælar ásamt vöndu og cymbidíum, orkídeum, bóndarósum, kalla­liljum og brúðarslöri.

Vinsælustu litirnir á brúðarvöndum í ár eru annars vegar hvítir og ljósir litir og hins vegar sterkir, bjartir og áberandi litir. Þá er mikið í tísku að nota gull, silfur, perlur eða jafnvel kristalla til að skreyta blómin."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.