Bjóða upp á dýrasta kaffibollann í New York Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 00:01 Rut Hermannsdóttir hefur ekki undan að svara fyrirspurnum fjölmiðla um dýrasta kaffidrykk borgarinnar en hún var að taka á móti sjónvarpstöðvunum NBC og Al Jazeera þegar Fréttablaðið náði af henni tali. mynd/bryndís „Viðtökurnar hafa verið stórkostlegar og mjög mikið að gera frá fyrsta degi,“ segir Rut Hermannsdóttir, einn þriggja eigenda Búðarinnar, kaffibar og verslun sem einblínir á norræna hönnun. Búðin opnaði síðastliðinn föstudag en hún er staðsett í Brooklyn-hverfinu, Viðtökurnar hafa verið framar vonum og er það ekki síst fyrir þær sakir að Búðin býður upp á dýrasta kaffidrykkinn í New York. Blaðamenn hafa flykkst á kaffibarinn þar sem boðið er upp á sérinnflutt kaffi frá Norðurlöndunum og hafa umfjallanir birst á miðlum á borð við Gothamist.com, Sprudge.com og Bedfordandbowery.com. Dýrasti kaffidrykkurinn er svokallaður lakkríslatté með sérinnfluttu lakkríssírópi og lakkrísdufti frá danska framleiðandanum Johan Bülow. Drykkurinn seldist upp á fyrsta degi en hann kostar heila sjö dollara eða um 794 íslenskar krónur.„Daginn eftir að við opnuðum kláraðist lakkrísinn sem er notaður kaffidrykkinn og við þurftum að hringja til Danmerkur og trufla forstjóra Johan Bülow á laugardagsnóttu til að fá þetta sent til okkar með hraði. Svo er búið að vera óveður hérna síðustu daga en ég á loksins von á sendingunni í hádeginu í dag,“ segir Rut sem hefur ekki undan að svara fyrirspurnum fjölmiðla um kaffið. „Við erum stöðugt að taka við sjónvarpsstöðvum og fjölmiðlum, NBC kemur í dag og Al Jazeera er að biðja um viðtal. Sem er auðvitað alveg frábær kynning fyrir okkur.“ Rut er sjálf búsett í Osló en ásamt henni eiga þau Crystal Pei og Elliot Rayman hlut í versluninni en sá síðarnefndi er yfir kaffibarnum. „Ég er ennþá með annan fótinn í Osló en á eftir að flytja hingað með tíð og tíma. Núna er ég hér til að koma þessum sirkús af stað.“ Hægt er að nálgast upplýsingar um Búðina á vefsíðunni Budin-nyc.com. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sjá meira
„Viðtökurnar hafa verið stórkostlegar og mjög mikið að gera frá fyrsta degi,“ segir Rut Hermannsdóttir, einn þriggja eigenda Búðarinnar, kaffibar og verslun sem einblínir á norræna hönnun. Búðin opnaði síðastliðinn föstudag en hún er staðsett í Brooklyn-hverfinu, Viðtökurnar hafa verið framar vonum og er það ekki síst fyrir þær sakir að Búðin býður upp á dýrasta kaffidrykkinn í New York. Blaðamenn hafa flykkst á kaffibarinn þar sem boðið er upp á sérinnflutt kaffi frá Norðurlöndunum og hafa umfjallanir birst á miðlum á borð við Gothamist.com, Sprudge.com og Bedfordandbowery.com. Dýrasti kaffidrykkurinn er svokallaður lakkríslatté með sérinnfluttu lakkríssírópi og lakkrísdufti frá danska framleiðandanum Johan Bülow. Drykkurinn seldist upp á fyrsta degi en hann kostar heila sjö dollara eða um 794 íslenskar krónur.„Daginn eftir að við opnuðum kláraðist lakkrísinn sem er notaður kaffidrykkinn og við þurftum að hringja til Danmerkur og trufla forstjóra Johan Bülow á laugardagsnóttu til að fá þetta sent til okkar með hraði. Svo er búið að vera óveður hérna síðustu daga en ég á loksins von á sendingunni í hádeginu í dag,“ segir Rut sem hefur ekki undan að svara fyrirspurnum fjölmiðla um kaffið. „Við erum stöðugt að taka við sjónvarpsstöðvum og fjölmiðlum, NBC kemur í dag og Al Jazeera er að biðja um viðtal. Sem er auðvitað alveg frábær kynning fyrir okkur.“ Rut er sjálf búsett í Osló en ásamt henni eiga þau Crystal Pei og Elliot Rayman hlut í versluninni en sá síðarnefndi er yfir kaffibarnum. „Ég er ennþá með annan fótinn í Osló en á eftir að flytja hingað með tíð og tíma. Núna er ég hér til að koma þessum sirkús af stað.“ Hægt er að nálgast upplýsingar um Búðina á vefsíðunni Budin-nyc.com.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sjá meira