Lífið

Konungbornir klæddir í 66°Norður

Ellý Ármanns skrifar
Mary krónprisnessa í svissnesku Ölpunum með tvíburunum sínum, Josephine og Vincent, sem eru vel klædd í Magna kuldagalla frá 66°Norður. Myndin birtist í nýjasta hefti tímaritinu Hello og hefur birst víða í erlendum fjölmiðlum.
Mary krónprisnessa í svissnesku Ölpunum með tvíburunum sínum, Josephine og Vincent, sem eru vel klædd í Magna kuldagalla frá 66°Norður. Myndin birtist í nýjasta hefti tímaritinu Hello og hefur birst víða í erlendum fjölmiðlum. Mynd/hello
Tvíburabörn dönsku krónprinshjónanna Friðriks og Mary klæddust íslenskum útivistarfatnaði  frá 66°Norður á skíðaferðalagi fjölskyldunnar í Villars-sur-Ollon í Sviss á dögunum. Myndir hafa birst víða í erlendum fjölmiðlum undanfarna daga og sjást þau Josephine og Vincent, sem eru nýorðin þriggja ára, una sér vel í svissnesku Ölpunum í kuldagöllum frá 66°Norður.

Íslenska útivistarmerkið virðist vinsælt hjá konungsfjölskyldunni því þetta er ekki í fyrsta skipti sem meðlimir þess sjást í fatnaði frá 66°Norður.

Josephine bregður á leik við svissneskan St Bernharðshund í Ölpunum í Magna kuldagallanum sínum. Myndin birtist í þýskum fjölmiðlum í gær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.