Lífið

Slá sér upp saman

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Miley Cyrus og leikarinn Jared Leto eru að slá sér upp saman samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly.

„Þau gistu saman heima hjá honum í Los Angeles snemma í febrúar,“ segir heimildarmaður tímaritsins. Miley og Jared voru mynduð saman í lok janúar í fyrirpartíi fyrir Grammy-verðlaunin hjá Clive Davis og voru víst afar innileg.

Heimildarmaðurinn segir samt að Jared sé ekki að leita sér að kærustu heldur njóti þau bara að eyða tíma saman.

„Þeim finnst gaman að skemmta sér og tala um list og tónlist - og þeim líður báðum vel nöktum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.