Lífið

Kardashian mótmælir í máluðum pels

Skilaboðin "Fuxk yo fur“ voru málið aftaná gervipels Khloe Kardashian.
Skilaboðin "Fuxk yo fur“ voru málið aftaná gervipels Khloe Kardashian. Vísir/Gettyimages
Khloe Kardashian vakti athygli er hún gekk um stræti New York-borgar í dragsíðum gervipels með orðunum „Fuxk yo fur“máluðum á bakið. 

Khloe er harður andstæðingur feldnotkunar í fatnaði og notaði tækifærið að láta mynda sig í bak og fyrir er hún var í verslunarleiðangri með systur sinni, Kourtney

Khloe hefur verið virkur meðlimur í Peta-samtökunum en dró sig úr þeim árið 2012 er ónefndur meðlimur samtakanna kastaði rauðri málningu yfir systur hennar, Kim, á meðan hún gekk rauða dregilinn klædd í pels. 

„Ég er mjög hlynnt baráttumálum samtakanna en ég er líka á móti einelti,“ skrifði Khloe um málið á bloggsíðu sinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.