Lífið

Evrópumeistari í fitness unglinga

Una Margrét Heimisdóttir sátt með gullverðlaunin.
Una Margrét Heimisdóttir sátt með gullverðlaunin. mynd/Bent Marínósson
Hin 23 ára gamla Una Margrét Heimisdóttir varð Evrópumeistari í unglingaflokki á Evrópumeistaramótinu í svokölluðu bodyfitness sem fram fór um helgina.

Í unglingaflokki eru tveir hæðarflokkar og stóð Una Margrét uppi sem sigurvegari í yfir 163 sentimetra flokki.

Þetta er ekki fyrsti sigur Unu Margrétar því hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í unglingaflokki og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá varð hún í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu árið 2012.

Meginmunurinn á bodyfitness og módelfitness er sá að þar er meiri vöðvamassa að finna og meiri skurð.

Þetta er jafnframt síðasta árið hennar í unglingaflokki.

Mótið fór fram á Spáni og tóku alls ellefu Íslendingar þátt í mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.