Lífið

Söngleikjadeildin vekur mikla lukku

Þór Breiðfjörð söngvari og leikari
Þór Breiðfjörð söngvari og leikari Vísir/Pjetur
Hin glænýja söngleikjadeild Sigurðar Demetz með Völu Guðna, Þór Breiðfjörð og Jóhönnu Þórhalls við stjórnvölinn, lauk sínu fyrsta ári með glans með því að setja söngleikinn Hárið upp í Iðnó. Uppselt var á sýningarnar og þurfti að bæta við sætum til að koma fólki að.

„Þetta var frábært ár, við erum í skýjunum yfir krökkunum. Einhver af þeim eiga sjálfsagt eftir að sjást á fjölum í framtíðinni,“ segir Þór Breiðfjörð, sem er ákaflega sáttur með fyrsta starfsár söngleikjadeildarinnar.

Á meðal gesta voru miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon, Þorsteinn Bachmann leikari og Signý Sæmundsdóttir söngkona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.