Innlent

Sjúkraliðar í sólarhringsverkfall

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. vísir/valli
Sólarhringsverkfall hófst á miðnætti hjá sjúkraliðum sem starfa á hjúkrunarheimilum í einkaeign. Löngum samningafundi var slitið um sex leitið í gærkvöldi og hefur nýr fundur verið boðaður síðdegis í dag.

Þjónusta við vistmenn skerðist verulega en ekki verður gripið til lokana. Ef ekki tekst að semja hið bráðasta hefst ótímabundið allsherjarverkfall sjúkraliða á þessum stofnunum á fimmtudag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×