Lífið

„Ég hafði aldrei séð Með allt á hreinu“

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Helgi Valur Gunnarsson, nemandi í Verzlunarskóla Íslands, hefur vakið mikla athygli í hlutverki Stinna stuð í söngleiknum Með allt á hreinu sem skólinn setur upp. Vinarbeiðnirnar hrannast upp á Facebook fyrir vikið.
Helgi Valur Gunnarsson, nemandi í Verzlunarskóla Íslands, hefur vakið mikla athygli í hlutverki Stinna stuð í söngleiknum Með allt á hreinu sem skólinn setur upp. Vinarbeiðnirnar hrannast upp á Facebook fyrir vikið. fréttablaðið/daníel
„Ég hafði ekki séð Með allt á hreinu áður en ég vissi að skólinn ákvað að setja upp söngleikinn,“ segir Helgi Valur Gunnarsson, nemi í Verzlunarskóla Íslands, en hann hefur vakið athygli í hlutverki Stinna stuð í uppsetningu skólans á söngleiknum Með allt á hreinu.

Hann segir að persóna Egils Ólafssonar hafi heillað hann mest þegar að hann sá myndina fyrst en hann hafi þó ekki búist við því að fá þetta eftirsótta hlutverk.

Helgi Valur er á sínu fyrsta ári í skólanum og hefur lítið komið að tónlist fyrr en núna. „Ég byrjaði að syngja af alvöru fyrir svona ári en hafði ekkert verið að leika nema þegar ég tók þátt í Skrekk,“ segir Helgi Valur.

Þar sem að hann er óreyndur í leiklistinni hlýtur það að taka á taugarnar að bregða sér í hlutverk einnar vinsælustu persónu í íslenskri kvikmyndasögu. „Það er mikil pressa að leika Egil Ólafsson en það er hins vegar mjög gaman. Þetta er auðvitað stressandi en það fer að minnka þegar nokkrar sýningar eru liðnar. Stressið var rosalegt fyrst,“ útskýrir Helgi Valur.

Hann er að upplagi íþróttamaður mikill og áttu íþróttirnar hug hans allan á yngri árum. Seinna meir hefur hneigð hans til listarinnar aukist til muna.

Verzlunarskóli Íslands er þekktur fyrir íburðarmiklar Nemendamótssýningar og er Með allt á hreinu engin undantekning þar á. Breytir þátttaka í svona sýningu ekki hinu daglega lífi talsvert? „Þetta breytir hinu daglegu lífi mikið því þetta er mjög tímafrekt.“

Helgi Valur segir einnig að hann hafi fengið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Facebook. „Ég hef fengið töluvert af vinarbeiðnum og pókum á Facebook en það er bara gaman að því.“

Helgi Valur stefnir á enn frekari tónlistar- og leiklistarframa eftir Verzlunarskólann. „Ég ætla klárlega að halda áfram í tónlistinni og leiklistinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.