Lífið

Elísabet lánaði Kate hálsmen

Ugla Egilsdóttir skrifar
Hálsmenið sem Kate Middleton er með heitir Nizam af Hyderabad.
Hálsmenið sem Kate Middleton er með heitir Nizam af Hyderabad. Getty Images.
Elísabet Bretadrottning lánaði Kate Middleton forláta hálsmen úr demöntum til þess að skarta á fjáröflunarhátíð til styrktar National Portrait Gallery í London. Þetta voru fyrstu konunglegu skyldustörf Kate Middleton á nýju ári.  

Hálsmenið heitir Nizam af Hyderabad og Cartier sjálfur bjó það til á fjórða áratug síðustu aldar. Elísabet fékk hálsmenið í brúðargjöf árið 1947. Kate Middleton flutti ræðu á hátíðinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.