Lífið

Talar um samkynhneigð í American Idol

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þúsundir manna og kvenna hafa þreytt áheyrnarprufur í nýjustu seríu raunveruleikaþáttarins American Idol uppá síðkastið.

Í gær var tilkynnt hvaða þrjátíu söngvarar kæmust áfram í beina útsendingu. Ein af þeim er söngkonan M.K. Nobilette. Hún er fyrsti keppandi í sögu American Idol sem talar opinskátt um samkynhneigð sína þó að margir keppendur í þættinum hafi talað opinskátt um kynhneigð sína eftir þátttöku í þættinum. 

„Ég er augljóslega samkynhneigð og það mun alltaf vera fólk í Bandaríkjunum sem hatar mig en mér finnst hlutirnir hafa breyst síðustu tvö árin,“ segir M.K. og tekur dómarinn Jennifer Lopez undir rétt áður en hún segir henni að hún sé komin áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.