Lífið

Sting söngleikur á Broadway

Sting á Broadway
Sting á Broadway nordicphotos/getty
Söngleikurinn The Last Ship eftir tónlistarmanninn Sting verður sýndur á Broadway næsta haust. Sýningar fara fram í Neil Simon leikhúsinu og verður hann frumsýndur 26. október. Hins vegar verður hann sýndur í sumar í Bank of America leikhúsinu í Chicago, áður en haldið er á Broadway í haust.

Söngleikurinn fjallar um mann sem kemur heim eftir fjórtán ára ferðalag um heiminn til að hitta konuna sem hann elskar, en hún er trúlofuð öðrum manni. Þá er hann að ákveðnu leyti um bernskuminningar tónlistarmannsins þegar hann ólst upp á Englandi.

Joe Mantello leikstýrir söngleiknum og þá munu Michael Esper og Rachel Tucker leika aðalhlutverkin.

Lög af plötunni The Last Ship, sem er ellefta breiðskífa Sting munu augljóslega vera notuð í sýningunni en þó ekki öll. Einnig verður glænýtt efni frá Sting notað í sýningunni.

Fyrir utan söngleikinn er Sting á tónleikaferðalagi með Paul Simon og þeirra samstarf mjög áhugavert, enda tveir meistarar að leiða saman hesta sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.