Lífið

Blindaður af brjóstahaldara

Árni Pétur, Þóra Karítas, Víðir sem ber sig aumlega eftir krækjukastið og Ragnheiður er þungbrýnd.
Árni Pétur, Þóra Karítas, Víðir sem ber sig aumlega eftir krækjukastið og Ragnheiður er þungbrýnd.
Leiksýningin Fyrirgefðu ehf verður frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld, en æfingaferlið hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

Víðir Guðmundsson, kærasti leikstjórans Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og leikari í sýningunni, hefur staðið í ströngu við æfingar ásamt Þóru Karítas Árnadóttur, en í einni senunni danglar hún brjóstahaldara í andlitið á Víði.

Eins og hefðbundin brjóstahaldari, hefur hann krækju sem hefur nánast blindað Víði við æfingar á senunni, en krækjan er fjögur grömm að þyngd, en þegar hún flýgur á ofsahraða í auga Víðis er voðinn vís.

Ekki er hægt að fullyrða um að þetta hafi verið gert af ásettu ráði, en leikstjóri gekkst ekki við óskum Víðis um áhættuþóknun.

„Ef ég hefði fjárhagslegt svigrúm myndi ég borga Víði sérlega áhættuþóknun fyrir brjóstahaldarameiðsl,“ segir Þórdís Elva.

„Því miður hef ég ekki efni á því að hækka launin hans, en hann fyrirgefur mér. Það sem maður gerir ekki fyrir listina.“







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.