Nær helmingur blindra og sjónskertra hefur atvinnu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 „Maður stjórnar þessu sjálfur. Það skilar miklu að hugsa í lausnum í stað þess að hugsa í vandamálum,“ segir Hlynur Þór Agnarsson, sem er með 10 til 30 prósenta sjón. Hann er sölufulltrúi hjá Vodafone og tónlistarkennari. fréttablaðið/gva Að minnsta kosti 47,3 prósent blindra og sjónskertra á atvinnualdri á Íslandi eru í vinnu samkvæmt úttekt Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Ekki er vitað um virkni 13 prósenta hópsins. Fjallað verður um stöðuna á ráðstefnu hjá Blindrafélaginu í dag. Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi á miðstöðinni, segir atvinnuþátttökuna hjá þessum hópi mikla hér á landi borið saman við önnur lönd. „Almenn atvinnuþátttaka hér á landi er hins vegar mest allra OECD-ríkja eða um 80 prósent. Borið saman við okkar niðurstöðu virðumst við eiga nokkuð langt í land með að jafna atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra við almenna atvinnuþátttöku hjá þjóðinni. Mögulega þarf að verða almenn viðhorfsbreyting. Starfsmannastjórar og mannauðsráðgjafar leita að hinum fullkomna starfskrafti og það er harka á vinnumarkaðnum. Ef menn horfa út fyrir kassann sjá þeir að blindir og sjónskertir eru góðir starfskraftar.“Halldór sævar GuðbergssonHlynur Þór Agnarsson, sölufulltrúi hjá Vodafone og tónlistarkennari, sem er með 10 til 30 prósenta sjón, er meðal þeirra sem í dag flytja framsögu á ráðstefnunni. Hann segir viðhorf starfsfélaganna jákvæð gagnvart sjónskerðingu hans. „Ég hef húmor fyrir sjálfum mér og sagði snemma frá sjónskerðingu minni sem ég fæddist með. Ég segi reynslusögur af því sem ég hef lent í vegna sjónskerðingarinnar og aðrir hafa þá farið að gera grín að þessu með mér.“ Að sögn Hlyns háir sjónskerðingin honum ekki mikið í starfi. „Ég vinn aðallega við úthringingar og er við tölvu allan daginn. Ég er með stækkunarbúnað sem nýtist mér vel. Ég gæti fengið meiri aðstoð en ég er þrjóskur og sjálfstæður og vil ögra sjálfum mér.“ Hlynur tekur það fram að hann reyni að láta sjónskerðinguna há sér sem minnst í daglegu lífi. „Maður stjórnar þessu sjálfur. Það skilar miklu að hugsa í lausnum í stað þess að hugsa í vandamálum. Það er mjög auðvelt að detta í vandamálapakkann og hugsa sem svo að maður geti ekki þetta og ekki hitt.“ Í samantekt Þjónustumiðstöðvarinnar segir að forvitnilegt sé að kanna hvaða þættir geti staðið í vegi fyrir atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra. Meðal ástæðna gæti verið skortur á atvinnutækifærum, ekki nógu gott aðgengi og skortur á starfsendurhæfingu. Bent er á að ein ástæðan gæti verið tregða atvinnurekenda til að fjárfesta í hjálpartækjum en samkvæmt núgildandi lögum er gert ráð fyrir að atvinnurekandi greiði fyrir slíkan búnað, eins og til dæmis tölvuhugbúnað sem sé alla jafna dýr. Halldór Sævar bendir á að eitt af verkefnum næstu ára sé að rannsaka mikinn mun á atvinnuþátttöku karla og kvenna meðal blindra og sjónskertra á aldrinum 18 til 67 ára. Hjá konum sé hún 32 prósent en 60 prósent hjá körlum. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Að minnsta kosti 47,3 prósent blindra og sjónskertra á atvinnualdri á Íslandi eru í vinnu samkvæmt úttekt Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Ekki er vitað um virkni 13 prósenta hópsins. Fjallað verður um stöðuna á ráðstefnu hjá Blindrafélaginu í dag. Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi á miðstöðinni, segir atvinnuþátttökuna hjá þessum hópi mikla hér á landi borið saman við önnur lönd. „Almenn atvinnuþátttaka hér á landi er hins vegar mest allra OECD-ríkja eða um 80 prósent. Borið saman við okkar niðurstöðu virðumst við eiga nokkuð langt í land með að jafna atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra við almenna atvinnuþátttöku hjá þjóðinni. Mögulega þarf að verða almenn viðhorfsbreyting. Starfsmannastjórar og mannauðsráðgjafar leita að hinum fullkomna starfskrafti og það er harka á vinnumarkaðnum. Ef menn horfa út fyrir kassann sjá þeir að blindir og sjónskertir eru góðir starfskraftar.“Halldór sævar GuðbergssonHlynur Þór Agnarsson, sölufulltrúi hjá Vodafone og tónlistarkennari, sem er með 10 til 30 prósenta sjón, er meðal þeirra sem í dag flytja framsögu á ráðstefnunni. Hann segir viðhorf starfsfélaganna jákvæð gagnvart sjónskerðingu hans. „Ég hef húmor fyrir sjálfum mér og sagði snemma frá sjónskerðingu minni sem ég fæddist með. Ég segi reynslusögur af því sem ég hef lent í vegna sjónskerðingarinnar og aðrir hafa þá farið að gera grín að þessu með mér.“ Að sögn Hlyns háir sjónskerðingin honum ekki mikið í starfi. „Ég vinn aðallega við úthringingar og er við tölvu allan daginn. Ég er með stækkunarbúnað sem nýtist mér vel. Ég gæti fengið meiri aðstoð en ég er þrjóskur og sjálfstæður og vil ögra sjálfum mér.“ Hlynur tekur það fram að hann reyni að láta sjónskerðinguna há sér sem minnst í daglegu lífi. „Maður stjórnar þessu sjálfur. Það skilar miklu að hugsa í lausnum í stað þess að hugsa í vandamálum. Það er mjög auðvelt að detta í vandamálapakkann og hugsa sem svo að maður geti ekki þetta og ekki hitt.“ Í samantekt Þjónustumiðstöðvarinnar segir að forvitnilegt sé að kanna hvaða þættir geti staðið í vegi fyrir atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra. Meðal ástæðna gæti verið skortur á atvinnutækifærum, ekki nógu gott aðgengi og skortur á starfsendurhæfingu. Bent er á að ein ástæðan gæti verið tregða atvinnurekenda til að fjárfesta í hjálpartækjum en samkvæmt núgildandi lögum er gert ráð fyrir að atvinnurekandi greiði fyrir slíkan búnað, eins og til dæmis tölvuhugbúnað sem sé alla jafna dýr. Halldór Sævar bendir á að eitt af verkefnum næstu ára sé að rannsaka mikinn mun á atvinnuþátttöku karla og kvenna meðal blindra og sjónskertra á aldrinum 18 til 67 ára. Hjá konum sé hún 32 prósent en 60 prósent hjá körlum.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels