Kynþáttaspenna með djúpar rætur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. ágúst 2014 07:00 Sum djúpstæðustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburðar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar lögreglumaður banaði þeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, útborg St. Louis í Missouri. Michael Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður skaut hann sex skotum. Lögreglan heldur því fram að hann hafi ógnað lögreglumanninum, en vitni segja að hann hafi haft uppréttar hendur og beðið lögreglumanninn um að skjóta ekki. Viðbrögð samfélagsins í Ferguson hafa verið hörð, en þar er yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða um 65 prósent, þeldökkur. Efnt hefur verið til harðra mótmæla í bænum, sem hafa að einhverju leyti farið úr böndunum og kallað á hörð viðbrögð lögreglu, sem mörgum þykja algjörlega yfirdrifin. Lögreglan mætti mótmælendum svo þungvopnuð að það líktist fremur hernaðaraðgerð en lögregluaðgerð til að stilla til friðar í smábæ. Margir hafa gagnrýnt „hervæðingu“ lögreglunnar undanfarin ár. Bættur vopnabúnaður hennar átti að nýtast til að eiga við harðsnúin fíkniefnagengi en er illa til þess fallinn að skapa traust á milli lögreglunnar og borgara, sem mótmæla lögregluofbeldi á götum úti. Í Ferguson háttar til eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum; meirihluti íbúanna í þessum tuttugu þúsund manna bæ er svartur. Atvinnuleysi í bænum er níu prósent og fimmtungur íbúanna er undir fátæktarmörkum. Í 55 manna lögregluliði bæjarins eru hins vegar aðeins þrír svartir lögreglumenn. Drápið á Michael Brown er fyrir mörgum þeldökkum Bandaríkjamönnum staðfesting þess að lögreglan komi með allt öðrum hætti fram við fólk úr minnihlutahópum en við hvíta. Það er staðreynd að fólk úr minnihlutahópum er fremur stöðvað í bílum sínum, frekar leitað á því og það er frekar handtekið – og líklegra til að falla fyrir kúlum lögreglunnar en hvíti meirihlutinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt íbúa Ferguson til að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum, hann hefur sagzt skilja reiðina og örvæntinguna og gagnrýnt hörku lögreglunnar. Hann hefur sömuleiðis sent Eric Holder dómsmálaráðherra, fyrsta svarta manninn sem gegnir því embætti, til Ferguson að ræða við heimamenn og fylgjast með rannsókn málsins. Því er heitið að rannsóknin verði óháð og sannleikurinn um það hvernig dauða Michaels Brown bar að höndum dreginn fram í dagsljósið. Margir telja hins vegar að Obama, fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er í embætti Bandaríkjaforseta, hafi ekki gert nóg. Hann er nú hvattur til að beita sér fyrir því að sett verði alríkislög sem banni að lögreglan taki fólk úr minnihlutahópum sérstaklega fyrir og mæli fyrir um fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að hindra slíkt. Það verkefni er augljóslega ekki auðvelt, enda á spenna á milli fólks af ólíkum kynþáttum sér djúpar rætur í bandarískri sögu og þjóðarsál. Obama er hins vegar líklegri en margir fyrirrennarar hans til að ná árangri í að draga úr henni – og manndrápið í Missouri ætti að verða fleiri bandarískum stjórnmálamönnum hvati til að leita samkomulags og sátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Sum djúpstæðustu vandamál bandarísks samfélags kristallast í eftirleik hörmulegs atburðar sem átti sér stað fyrr í mánuðinum þegar lögreglumaður banaði þeldökkum unglingi, Michael Brown, í Ferguson, útborg St. Louis í Missouri. Michael Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður skaut hann sex skotum. Lögreglan heldur því fram að hann hafi ógnað lögreglumanninum, en vitni segja að hann hafi haft uppréttar hendur og beðið lögreglumanninn um að skjóta ekki. Viðbrögð samfélagsins í Ferguson hafa verið hörð, en þar er yfirgnæfandi meirihluti íbúa, eða um 65 prósent, þeldökkur. Efnt hefur verið til harðra mótmæla í bænum, sem hafa að einhverju leyti farið úr böndunum og kallað á hörð viðbrögð lögreglu, sem mörgum þykja algjörlega yfirdrifin. Lögreglan mætti mótmælendum svo þungvopnuð að það líktist fremur hernaðaraðgerð en lögregluaðgerð til að stilla til friðar í smábæ. Margir hafa gagnrýnt „hervæðingu“ lögreglunnar undanfarin ár. Bættur vopnabúnaður hennar átti að nýtast til að eiga við harðsnúin fíkniefnagengi en er illa til þess fallinn að skapa traust á milli lögreglunnar og borgara, sem mótmæla lögregluofbeldi á götum úti. Í Ferguson háttar til eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum; meirihluti íbúanna í þessum tuttugu þúsund manna bæ er svartur. Atvinnuleysi í bænum er níu prósent og fimmtungur íbúanna er undir fátæktarmörkum. Í 55 manna lögregluliði bæjarins eru hins vegar aðeins þrír svartir lögreglumenn. Drápið á Michael Brown er fyrir mörgum þeldökkum Bandaríkjamönnum staðfesting þess að lögreglan komi með allt öðrum hætti fram við fólk úr minnihlutahópum en við hvíta. Það er staðreynd að fólk úr minnihlutahópum er fremur stöðvað í bílum sínum, frekar leitað á því og það er frekar handtekið – og líklegra til að falla fyrir kúlum lögreglunnar en hvíti meirihlutinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hvatt íbúa Ferguson til að grípa ekki til ofbeldis í mótmælum sínum, hann hefur sagzt skilja reiðina og örvæntinguna og gagnrýnt hörku lögreglunnar. Hann hefur sömuleiðis sent Eric Holder dómsmálaráðherra, fyrsta svarta manninn sem gegnir því embætti, til Ferguson að ræða við heimamenn og fylgjast með rannsókn málsins. Því er heitið að rannsóknin verði óháð og sannleikurinn um það hvernig dauða Michaels Brown bar að höndum dreginn fram í dagsljósið. Margir telja hins vegar að Obama, fyrsti blökkumaðurinn sem kjörinn er í embætti Bandaríkjaforseta, hafi ekki gert nóg. Hann er nú hvattur til að beita sér fyrir því að sett verði alríkislög sem banni að lögreglan taki fólk úr minnihlutahópum sérstaklega fyrir og mæli fyrir um fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að hindra slíkt. Það verkefni er augljóslega ekki auðvelt, enda á spenna á milli fólks af ólíkum kynþáttum sér djúpar rætur í bandarískri sögu og þjóðarsál. Obama er hins vegar líklegri en margir fyrirrennarar hans til að ná árangri í að draga úr henni – og manndrápið í Missouri ætti að verða fleiri bandarískum stjórnmálamönnum hvati til að leita samkomulags og sátta.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun