„Gagnrýni og rökræða eru nauðsynleg í lýðræðissamfélagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Sigmundur heldur áfram: „Þegar ráðist er samtímis í margar stórar og afgerandi samfélagslegar breytingar sem skipta máli fyrir afkomu heimilanna, skipan fjármálakerfisins, samskipti okkar við umheiminn og komið í veg fyrir að kröfuhöfum bankanna séu tryggð þau sérkjör sem einhverjir þeirra virðast hafa haft væntingar um, þá þarf ekki að koma á óvart að mótastaðan verði bæði mikil og áköf og gangi jafnvel lengra en talist getur til eðlilegrar gagnrýni.“
Sigmundur Davíð segir breytingar alltaf mæta mótstöðu: „Þó að breytingar mæti alltaf mótstöðu, þeim mun meiri mótstöðu eftir því sem hagsmunirnir eru meiri, þá mun ríkisstjórnin hvergi hvika
Í greininni segir Sigmundur einig að unnið sé með skipulögðum hætti að afnámi fjármagnshafta. „Um er að ræða grundvallarmál sem snertir líf allra landsmanna og komandi kynslóða Íslendinga. Inn í það mál blandast gífurlegir hagsmunir vogunarsjóða sem eiga kröfur í þrotabú föllnu bankanna. Skuldaskil þierra eru eitt þeirra verkefna sem leysa þarf af kostgæfni og með hagsmuni íslenski þjóðarinnar í fyrirrúmi, svo að hægt sé að afnema fjármagnshöft.
Hann segir að ríkisstjórn hans hafi verið kosin til þess að gera breytingar á íslensku samfélagi. „Núverandi ríkisstjórnarflokkar fengu mjög afdráttarlaus skilaboð í alþingiskosningunum. Þau skilaboð tökum við alvarlega. Við vorum kosin til að gera breytingar. Það erum við að gera og munum gera áfram.“
„Gagnrýni og rökræða eru nauðsynleg í lýðræðissamfélagi“
Kjartan Atli Kjartansson skrifar
