Yfirvöld koma í veg fyrir að ungt fólk flytji að heiman Ingvar S. Birgisson skrifar 2. júní 2014 00:00 Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi, reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði.Reglugerðir Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Reglugerðir sem settar hafa verið takmarka möguleika fólks á að byggja smáar og hagkvæmar íbúðir. Til að mynda þurfa að vera til staðar að minnsta kosti fjögurra fermetra svalir og geymsla, bílastæði, þvottaherbergi og sjö fermetra eldhús. Fjöldi byggingarreglugerða er efni í bók, en ekki pistil, svo ég læt þessi dæmi duga. Ekki leikur þó vafi á því að aflétta þarf og endurhugsa byggingarreglugerðir frá grunni. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólk hvaða kostum íbúðir eiga að vera gæddar. Núverandi fyrirkomulag hækkar húsnæðisverð og dregur úr fjölbreytileika á húsnæðismarkaðnum.Lóðaskortur Fyrir 15 árum var lóðaverð 4% af byggingarkostnaði fasteignar en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Afleiðingin af þessu er hækkun fasteignaverðs. Borgaryfirvöld eiga ekki að búa til lóðaskort til að hækka lóðaverð borgarsjóði til hagsbóta. Ef við viljum ná húsnæðisverði niður er ljóst að borgaryfirvöld verða að auka framboð af lóðum.Lóða- og gatnagerðargjöld Borguð eru jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra húsnæðis og 135 fermetra húsnæðis, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórt húsnæði fremur en smátt. Binda þarf lóða- og gatnagerðargjöld við fermetrafjölda íbúðar og búa þannig til hvata fyrir einkaaðila til að byggja íbúðir af öllum stærðum. Þetta er ekki flókið. Hið opinbera gerir einkaaðilum ókleift að koma til móts við þarfir neytenda og notar það nú sem átyllu fyrir aukin afskipti af húsnæðismarkaðnum. Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð – en ekki á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi, reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði.Reglugerðir Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Reglugerðir sem settar hafa verið takmarka möguleika fólks á að byggja smáar og hagkvæmar íbúðir. Til að mynda þurfa að vera til staðar að minnsta kosti fjögurra fermetra svalir og geymsla, bílastæði, þvottaherbergi og sjö fermetra eldhús. Fjöldi byggingarreglugerða er efni í bók, en ekki pistil, svo ég læt þessi dæmi duga. Ekki leikur þó vafi á því að aflétta þarf og endurhugsa byggingarreglugerðir frá grunni. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólk hvaða kostum íbúðir eiga að vera gæddar. Núverandi fyrirkomulag hækkar húsnæðisverð og dregur úr fjölbreytileika á húsnæðismarkaðnum.Lóðaskortur Fyrir 15 árum var lóðaverð 4% af byggingarkostnaði fasteignar en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Afleiðingin af þessu er hækkun fasteignaverðs. Borgaryfirvöld eiga ekki að búa til lóðaskort til að hækka lóðaverð borgarsjóði til hagsbóta. Ef við viljum ná húsnæðisverði niður er ljóst að borgaryfirvöld verða að auka framboð af lóðum.Lóða- og gatnagerðargjöld Borguð eru jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra húsnæðis og 135 fermetra húsnæðis, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórt húsnæði fremur en smátt. Binda þarf lóða- og gatnagerðargjöld við fermetrafjölda íbúðar og búa þannig til hvata fyrir einkaaðila til að byggja íbúðir af öllum stærðum. Þetta er ekki flókið. Hið opinbera gerir einkaaðilum ókleift að koma til móts við þarfir neytenda og notar það nú sem átyllu fyrir aukin afskipti af húsnæðismarkaðnum. Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð – en ekki á kostnað skattgreiðenda.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun