Lífið

Hvar er Kanye?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West lenti á flugvellinum í Los Angeles ein í gær en eiginmaður hennar, rapparinn Kanye West, var hvergi sjáanlegur.

Kim var svartklædd frá toppi til táar en þau Kanye gengu í það heilaga á Ítalíu þann 24. maí síðastliðinn.

Þau hafa notið lífsins í brúðkaupsferð í Prag síðustu daga en óljóst er hvar Kanye er staddur núna eftir að eiginkona hans er komin aftur heim til Bandaríkjanna.

Kim og Kanye eiga dótturina North, ellefu mánaða, saman en hún var í pössun hjá ömmu sinni, Kris Jenner, á meðan turtildúfurnar voru í brúðkaupsferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.