Ríkisskattstjóri segir að endurskoða þurfi tímasetningu á gildistöku laga um verðtryggingu verðtryggðra húsnæðislána. Þetta kemur fram í umsögn hans til efnahags- og viðskiptanefndar við frumvarp til laga um leiðréttingu lánanna.
Gert var ráð fyrir því að landsmenn, sem frumvarpið nær til, myndu geta sótt um niðurfellingu þann 15. maí. Ríkisskattstjóri segir þá dagsetningu ekki raunhæfa. Ætla verði að umfjöllun Alþingis um málið taki nokkurn tíma.
Ríkisskattstjóri gerir athugasemd við að í frumvarpinu er miðað við að leiðréttingin taki til fasteignaveðlána heimila. Hugtakið heimili sé vandmeðfarið þar sem lagaleg skilgreining á hugtakinu sé ekki til. Þótt dæmi séu um að hugtakið heimili hafi verið notað í lögum, lög nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjalderyishrunsins, hafi verið um sérstakar aðstæður að ræða. Þau hafi verið óháð aðkomu skattayfirvalda og þeim upplýsingum sem skattframkvæmd byggi á.
Öll skattframtöl miðist við hjúskaparstöðu, þ.e. hvort viðkomandi sé einstaklingur, í hjúskap eða sambúð sem uppfylli skilyrði samsköttunar.
Ríkisskattstjóri bendir á að hann hafi átt fulltrúa í tveimur samráðshópum um framkvæmdina og hafi tekið virkan þátt í samningu fraumvarpsins. Sjónarmiðum embættisins um tæknilegar útfærslur hafi því verið komið á framfæri.
Umsögn Ríkisskattstjóra má sjá í PDF skjali hér að neðan.
Segir landsmenn ekki geta sótt um niðurfellingu þann 15. maí

Tengdar fréttir

Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán
„Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag.

Svona sækirðu um leiðréttingu
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag.

Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun
Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega.

Viðameiri aðgerðir en fyrri ríkisstjórn greip til
Sigmundur Davíð segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé búið að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins.

Aðgerðir ríkisstjórnar gera of lítið og of seint
Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að félagsmálaráðherra skipi Íbúðalánasjóði að hætta lögfræðileikja klækjum í dómsmáli samtakanna vegna verðtryggingarinnar.