Lífið

Er upptekinn af rassinum á sér

Marín Manda skrifar
Helgi Ómarsson
Helgi Ómarsson
Helgi Ómarsson, 22 ára, Bloggari & ljósmyndari

1. ÞEGAR ÉG VAR UNGUR ÞÁ…settu systur mínar mig í kjól, settu á mig varalit og settu í mig gosbrunn og kölluðu mig Helgu Snædísi og pabbi tók það allt á vídeó. Jebb, ég naut mín ágætlega.

2. EN NÚNA… geng ég ekki í kjólum né með varalit, en systurnar mundu aldeilis styðja mig og elska ef það væri það sem ég vildi.

3. ÉG MUN EFLAUST ALDREI SKILJA… stærðfræði, hvernig flugvélar fljúga, eða stór stálbátshlunkur flýtur á vatni, ÉG SKIL ÞETTA EKKI. Verð þreyttur í hausnum við að pæla í þessu.

4. ÉG HEF EKKI SÉRSTAKAN ÁHUGA…á að stressa mig á hlutum, ég er á yfirnáttúrulegu marjúana (sem ég er reyndar á móti að lögleiða) og bara neita að vera stressaður.

5. KARLMENN ERU… mest heillandi án of mikillar karlmennsku undir pressu samfélagsins að vera „harðir“ og „ekki vera kelling“, það er glatað.

6. ÉG HEF LÆRT AÐ MAÐUR Á ALLS EKKI AÐ… sitja og bíða, vá hvað maður á að skapa sína eigin gæfu, gleði og tækifæri.

7. ÉG FÆ SAMVISKUBIT ÞEGAR… ég horfi vitlaust á fólk, brosi ekki þegar ég borga í búðinni, þakka ekki fyrir mig þegar ég er pirraður og þegar ég borðaði 700 g poka af Djúpum á einni kvöldstund.

8. ÉG SLEKK Á SJÓNVARPINU ÞEGAR… ég er löngu sofnaður, geri það ómeðvitað og man aldrei eftir því, ég er að segja það, þetta er magnaður hæfileiki.

9. UM ÞESSAR MUNDIR ER ÉG MJÖG UPPTEKINN AF… rassinum á mér, allar þessar f*kking burpees í krossfit og hnébeygjur skiluðu loksins árangri og ég er alltaf að gefa sjálfum mér slapp á rassinn fyrir góðan árangur, nú geri ég hnébeygjur á meðan ég borða morgunmat. Stinnur kúlurass, here I come.

10. ÉG VILDI ÓSKA AÐ FLEIRI VISSU AF… síðunni minni sem ég gerði alveg sjálfur, stoltið mitt, eftir blóð, svita og tár tókst mér að gera síðu sem ég ætlaði alltaf að borga fyrir og bora í nefið á meðan hún væri í vinnslu, en nei, helgiomars.com, tjékk it, núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.