Lífið

Fataskápur stílistans

Marín Manda skrifar
Erna Bergmann er að útskrifast úr meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands í vor en hún starfar jafnframt sem stílisti í fullu starfi. Fram undan er ljósmyndasýning með Írisi Dögg Einarsdóttur ljósmyndara sem haldin verður á Ljósmyndasafni Reykjavík í lok mars og svo er hún komin sjö mánuði á leið með sitt fyrsta barn. 

Erna Bergman
Þegar ég kaupi föt tek ég ávallt ígrundaðar ákvarðanir og pæli mikið í notagildinu. Acne-leðjurjakkinn er án efa uppáhaldsflíkin mín. Ég hef varla farið úr honum síðan ég keypti hann. Það mætti segja að þessi jakki væri mitt "second skin“. Hrikalega góð kaup hér á ferðinni.
Þessi sólgleraugu eru úr smiðju frú Stellu (McCartney) og klikka ekki. Örlögin leiddu okkur saman einn sólríkan dag í GK Reykjavík.
Þessar ugluklær frá íslenska skartgripamerkinu Kría Jewellery held ég mikið upp á og gaf sjálfri mér fyrir vel unnin störf. Hef ekki tekið menið af mér síðan ég fékk það. Skartið frá Kríu er í miklu uppáhaldi en einnig íslensku skartgripirnir frá Hringa á Laugaveginum. Íslensk hönnun í skápinn minn – já takk!
Þennan úlfakjól frá McQ by Alexander McQueen keypti ég í GK. Mamma og pabbi eiga tvo síberíska sleðahunda sem ég dýrka svo ég bara varð… án efa ást við fyrstu sýn. Þrátt fyrir áberandi print hef ég notað þennan kjól alveg svakalega mikið. Enda kaupi ég mér ekki mikið af fötum heldur aðeins eitthvað sem ég kolfell fyrir og veit að ég mun nota fyrir allan peninginn. Gæði umfram magn – það er málið!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.