Lífið

Nýbyrjaður á Facebook

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
Samfélagsmiðillinn Facebook fagnaði tíu ára afmæli sínu í vikunni en síðan er einn vinsælasti samfélagsmiðill í heimi. Fjölmargir Íslendingar nota miðilinn á hverjum einasta degi og reglulega bætast nýir notendur við.

Leikarinn Hilmir Snær Guðnason bættist í hóp Facebook-notenda hinn 27. janúar, þremur dögum eftir að hann hélt upp á 45 ára afmæli sitt.

Taka vinir leikarans honum fagnandi á miðlinum en greinilegt er á ummælum þeirra á síðunni að þeir hafi seint búist við því að Hilmir Snær myndi ganga til liðs við Facebook-herinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.