Viðurkenna ekki kjör nýs formanns 7. febrúar 2014 11:10 Miklar deilur hafa spunnist upp í tengslum við formannskjör í málfundafélaginu Óðinn. GVA Ólafur Hrólfsson, sem titlar sig sem formann málfundafélagsins Óðins í yfirlýsingu til fréttastofu, neitar að viðurkenna kjör nýs formanns sem var kjörinn á fundi í gærkvöldi. Ólafur segir Eirík Ingvarsson, sem hlaut kjör á fundinum, ekki vera löglega kjörinn og segir allar venjur og reglur Sjálfstæðisflokksins hafa verið þverbrotnar í kjörinu. Hið sama gildi um átta manna stjórn sem var kjörin til að starfa með Eiríki. Óeining ríkir því um hver sé formaður félagsins og hverjir skipi stjórn þess. „Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast, kom í ljós að fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og starfsmaður hans höfðu veitt viðtöku framboði frá hópi félagsmanna án þess að greina stjórn félagsins frá eða koma framboðstilkynningu til hennar,“ segir í yfirlýsingu sem lögmaður Ólafs sendi frá sér nú í morgun. „Eru þessi vinnubrögð fráfarandi framkvæmdastjóra án fordæma í starfi Sjálfstæðisflokksins. Þau eru brot á öllum reglum og venjum sem í flokksstarfinu gilda. Er þetta einsdæmi í sögu flokksins og hafa engar skýringar verið veittar vegna þessa,“ segir þar að auki.Vildi ekki tjá sig um hvers vegna fundinum var frestað Fundurinn var boðaður klukkan 17.30 í gær, þann 6. febrúar, með viku fyrirvara. Fundarmönnum barst síðan klukkan 16.25 tölvupóstur þar sem eftirfarandi kom fram:„Aðalfundi Málfundafélagsins Óðins sem vera átti í dag, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17.30 er frestað af óviðráðanlegum ástæðum um óákveðinn tíma. Til nýs fundar verður boðað með auglýsingu.Stjórnin“Í samtali við fréttastofu neitaði Ólafur að tjá sig um hvers vegna fundinum hafi verið frestað. „Það er ekki fyrir alla að vita," segir Ólafur. Hér má sjá yfirlýsingu Ólafs í heild sinni:„Í samræmi við lög Óðins, málfundafélags í Verkalýðsráði Sjálfstæðisflokksins, auglýsti stjórn aðalfund félagsins með viku fyrirvara og skyldi halda fundinn í gær, 6. febrúar.Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rann út án þess að framboð bærust stjórn félagsins.Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast, kom í ljós að fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og starfsmaður hans höfðu veitt viðtöku framboði frá hópi félagsmanna án þess að greina stjórn félagsins frá eða koma framboðstilkynningu til hennar.Eru þessi vinnubrögð fráfarandi framkvæmdastjóra án fordæma í starfi Sjálfstæðisflokksins. Þau eru brot á öllum reglum og venjum sem í flokksstarfinu gilda. Er þetta einsdæmi í sögu flokksins og hafa engar skýringar verið veittar vegna þessa.Stóð stjórn Óðins þá frammi fyrir því annars vegar að lýsa framboðið sem þannig hafði borist stjórninni ólögmætt og halda fundinn eða fresta fundi hins vegar þannig að öllum sem áhuga hafa á að gegna trúnaðarstörfum gefist færi á að skila inn löglegu framboði.Með sanngirnissjónarmið að leiðarljósi valdi stjórnin seinni kostinn og verður aðalfundur Óðins boðaður á ný á allra næstu dögum.Stjórn Óðins bindur vonir við allir viðkomandi dragi lærdóm af mistökum framangreindra starfsmanna Sjálfstæðisflokksins svo að uppákoma á borð við þá sem varð í gær endurtaki sig ekki í flokksstarfinu.Ólafur Hrólfsson, formaður stjórnar Óðins, málfundafélags." Tengdar fréttir Aðalfundi Óðins frestað: „Léleg vinnubrögð að koma fram við fólk með þessum hætti“ Nýr formaður Málfundafélagsins Óðins var kosinn á fundi í kvöld, sem haldinn var þrátt fyrir að hafa verið frestað fyrr í dag. 6. febrúar 2014 18:31 „Það heldur enginn fund í nafni félags nema stjórn félagsins“ Ólafur Ingi Hrólfsson, meðlimur Málfundafélagsins Óðins, segist enn vera formaður félagsins. Hann segir fund félagsins í kvöld, þar sem kjörinn var nýr formaður, vera ólöglegan. 6. febrúar 2014 23:13 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Ólafur Hrólfsson, sem titlar sig sem formann málfundafélagsins Óðins í yfirlýsingu til fréttastofu, neitar að viðurkenna kjör nýs formanns sem var kjörinn á fundi í gærkvöldi. Ólafur segir Eirík Ingvarsson, sem hlaut kjör á fundinum, ekki vera löglega kjörinn og segir allar venjur og reglur Sjálfstæðisflokksins hafa verið þverbrotnar í kjörinu. Hið sama gildi um átta manna stjórn sem var kjörin til að starfa með Eiríki. Óeining ríkir því um hver sé formaður félagsins og hverjir skipi stjórn þess. „Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast, kom í ljós að fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og starfsmaður hans höfðu veitt viðtöku framboði frá hópi félagsmanna án þess að greina stjórn félagsins frá eða koma framboðstilkynningu til hennar,“ segir í yfirlýsingu sem lögmaður Ólafs sendi frá sér nú í morgun. „Eru þessi vinnubrögð fráfarandi framkvæmdastjóra án fordæma í starfi Sjálfstæðisflokksins. Þau eru brot á öllum reglum og venjum sem í flokksstarfinu gilda. Er þetta einsdæmi í sögu flokksins og hafa engar skýringar verið veittar vegna þessa,“ segir þar að auki.Vildi ekki tjá sig um hvers vegna fundinum var frestað Fundurinn var boðaður klukkan 17.30 í gær, þann 6. febrúar, með viku fyrirvara. Fundarmönnum barst síðan klukkan 16.25 tölvupóstur þar sem eftirfarandi kom fram:„Aðalfundi Málfundafélagsins Óðins sem vera átti í dag, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17.30 er frestað af óviðráðanlegum ástæðum um óákveðinn tíma. Til nýs fundar verður boðað með auglýsingu.Stjórnin“Í samtali við fréttastofu neitaði Ólafur að tjá sig um hvers vegna fundinum hafi verið frestað. „Það er ekki fyrir alla að vita," segir Ólafur. Hér má sjá yfirlýsingu Ólafs í heild sinni:„Í samræmi við lög Óðins, málfundafélags í Verkalýðsráði Sjálfstæðisflokksins, auglýsti stjórn aðalfund félagsins með viku fyrirvara og skyldi halda fundinn í gær, 6. febrúar.Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rann út án þess að framboð bærust stjórn félagsins.Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast, kom í ljós að fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og starfsmaður hans höfðu veitt viðtöku framboði frá hópi félagsmanna án þess að greina stjórn félagsins frá eða koma framboðstilkynningu til hennar.Eru þessi vinnubrögð fráfarandi framkvæmdastjóra án fordæma í starfi Sjálfstæðisflokksins. Þau eru brot á öllum reglum og venjum sem í flokksstarfinu gilda. Er þetta einsdæmi í sögu flokksins og hafa engar skýringar verið veittar vegna þessa.Stóð stjórn Óðins þá frammi fyrir því annars vegar að lýsa framboðið sem þannig hafði borist stjórninni ólögmætt og halda fundinn eða fresta fundi hins vegar þannig að öllum sem áhuga hafa á að gegna trúnaðarstörfum gefist færi á að skila inn löglegu framboði.Með sanngirnissjónarmið að leiðarljósi valdi stjórnin seinni kostinn og verður aðalfundur Óðins boðaður á ný á allra næstu dögum.Stjórn Óðins bindur vonir við allir viðkomandi dragi lærdóm af mistökum framangreindra starfsmanna Sjálfstæðisflokksins svo að uppákoma á borð við þá sem varð í gær endurtaki sig ekki í flokksstarfinu.Ólafur Hrólfsson, formaður stjórnar Óðins, málfundafélags."
Tengdar fréttir Aðalfundi Óðins frestað: „Léleg vinnubrögð að koma fram við fólk með þessum hætti“ Nýr formaður Málfundafélagsins Óðins var kosinn á fundi í kvöld, sem haldinn var þrátt fyrir að hafa verið frestað fyrr í dag. 6. febrúar 2014 18:31 „Það heldur enginn fund í nafni félags nema stjórn félagsins“ Ólafur Ingi Hrólfsson, meðlimur Málfundafélagsins Óðins, segist enn vera formaður félagsins. Hann segir fund félagsins í kvöld, þar sem kjörinn var nýr formaður, vera ólöglegan. 6. febrúar 2014 23:13 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Aðalfundi Óðins frestað: „Léleg vinnubrögð að koma fram við fólk með þessum hætti“ Nýr formaður Málfundafélagsins Óðins var kosinn á fundi í kvöld, sem haldinn var þrátt fyrir að hafa verið frestað fyrr í dag. 6. febrúar 2014 18:31
„Það heldur enginn fund í nafni félags nema stjórn félagsins“ Ólafur Ingi Hrólfsson, meðlimur Málfundafélagsins Óðins, segist enn vera formaður félagsins. Hann segir fund félagsins í kvöld, þar sem kjörinn var nýr formaður, vera ólöglegan. 6. febrúar 2014 23:13
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði