„Núna er ég það sem ég og eiginkona mín kalla það flamingjusamur. Ég er mjög feitur og hamingjusamur núna,“ segir Channing sem er í langþráðu fríi. Hann eyðir nú sem mestum tíma með eiginkonu sinni Jennu Dewan-Tatum og átta mánaða gamalli dóttur þeirra Everly. Channing óttast að vera ekki nógu svalur fyrir dóttur sína.
„Hún hefur betri smekk á tónlist en ég. Hún sofnar bara við mjög góða tónlist,“ segir Channing og bætir við að hann hlusti á Drake á meðan dóttir sín elski Prince.