Eins og gott vín Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2014 11:00 Mynd/Auðunn Sveitastúlkan Hafdís Sigurðardóttir var kjörin fremst íþróttamanna á Akureyri í vikunni. Hún segir Brynjuís toppa öll laugardagskvöld. „Mér líður langbest í faðmi fjölskyldunnar og á laugardagskvöldum vil ég helst vera í sófanum að horfa á góða bíómynd og hafa Brynjuís við höndina, sem mér þykir gómsætur,“ segir Hafdís, spurð hvað hún geri um helgar. „Ég reyni að komast í sveitina eins oft og ég get en núna er keppnistímabilið hafið og ég þarf að fara suður til keppni hverja einustu helgi og sitja fimm tíma í rútunni hvora leið.“ Hafdís tekur þátt í Stórmóti ÍR í Laugardalshöll um helgina og hallar höfði sínu hjá eldri systur sinni í höfuðstaðnum. „Ég er sveitastelpa í húð og hár; fædd og uppalin á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Ég er mikið náttúrubarn og vildi fljótt gera gagn, vinna og hreyfa mig. Því þurfti aldrei að skipa mér að sækja kýrnar eða smala kindum; mér fannst það bara gaman,“ segir Hafdís og brosir breitt. Hún segir sveitina eiga í sér hvert bein og að þar dreymi hana um að búa þegar fram líða stundir. Nú býr Hafdís með kærastanum á Akureyri þar sem hún lærir iðjuþjálfun og starfar við verslunarstörf hjá 66°N með skólanum. „Kærastinn er fæddur og uppalinn í sömu sveit, eða innar í Bárðardalnum. Foreldrar mínir búa á bænum Tjarnarlandi við Stórutjarnir þar sem föðursystir mín stundar búskap og afi býr skammt frá Stórutjörnum. Þangað fer ég eins oft og ég get í fjárhúsin og þangað flyst fjölskyldan í maí og aðstoðar við sauðburð. Ég hef ríka þörf fyrir að upplifa sveitastörfin og komast í fjárhúsin til að knúsa kindurnar. Sjálf á ég allnokkrar sem allar hafa sín nöfn og þekki þær í sundur, eins og gengur,“ segir Hafdís brosmild. „Hestar eru líka í minni sveit en ég fékk hræðslukast og hef ekki farið á bak í nokkurn tíma. Ég fer ekki heldur á skíði því þessu hvoru tveggja fylgir áhætta og ég þarf að passa mig vegna frjálsíþróttanna. Auðvitað verður maður þó að leika sér inn á milli og má ekki taka lífið of alvarlega.“ Gafst aldrei upp Hafdís er nýkjörin Íþróttamaður Akureyrar 2013. Hún átti glæsilegt ár á frjálsíþróttavellinum og vann sex Íslandsmeistaratitla á árinu. „Ég var sex ára send á fyrstu frjálsíþróttaæfinguna hjá HSÞ. Þá voru eldri systur mínar í frjálsum og bróðurpartur föðurfólks míns, eins og mamma og amma. Frjálsíþróttir áttu strax hug minn allan og tólf ára var ég farin að keppa á meistaramótum fyrir sunnan. Þótt ég hafi þá ekki verið talin ein af þeim bestu hélt ég örugg áfram og gafst aldrei upp því mér fannst ég nokkuð góð sjálf.“ Hafdís er nú meðlimur í Ólympíuhópi FRÍ í þremur greinum, langstökki, 200 m hlaupi og 400 m hlaupi. „Mig dreymir um að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu 2016 og þangað stefni ég. Helst vildi ég keppa í langstökki, sem er mín uppáhaldsgrein, en stigalega séð er ég betri í 200 metra hlaupi. Það munar þó bara örfáum stigum á milli á alþjóðlegum skala svo langstökkið er takmark mitt,“ segir Hafdís, sem er með mikið keppnisskap og hefur mikla þörf fyrir hreyfingu. „Frjálsíþróttir eru heillandi vegna þess að þær eru frjálsar, fjölbreyttar og alhliða. Nenni maður ekki að hlaupa getur maður í staðinn kastað, stokkið eða margt þar á milli.“ Hafdísi kom á óvart að vera kjörin Íþróttamaður Akureyrar en er vitaskuld afar sátt. „Í kjörinu voru góðir íþróttamenn á ólíkum sviðum sem áttu ekki síður skilið að vinna en ég. Titillinn er mér mikill heiður og líka mikils virði. Ég vil meina að ég sé á bestu árunum núna í frjálsum því ég er orðin eldri en margur, bráðum 27 ára í febrúar. Flestir verða betri með aldrinum í frjálsum og eldast eins og gott vín. Ég held ótrauð áfram fram að Ólympíuleikunum og síðan kemur í ljós hvað verða vill.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira
Sveitastúlkan Hafdís Sigurðardóttir var kjörin fremst íþróttamanna á Akureyri í vikunni. Hún segir Brynjuís toppa öll laugardagskvöld. „Mér líður langbest í faðmi fjölskyldunnar og á laugardagskvöldum vil ég helst vera í sófanum að horfa á góða bíómynd og hafa Brynjuís við höndina, sem mér þykir gómsætur,“ segir Hafdís, spurð hvað hún geri um helgar. „Ég reyni að komast í sveitina eins oft og ég get en núna er keppnistímabilið hafið og ég þarf að fara suður til keppni hverja einustu helgi og sitja fimm tíma í rútunni hvora leið.“ Hafdís tekur þátt í Stórmóti ÍR í Laugardalshöll um helgina og hallar höfði sínu hjá eldri systur sinni í höfuðstaðnum. „Ég er sveitastelpa í húð og hár; fædd og uppalin á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Ég er mikið náttúrubarn og vildi fljótt gera gagn, vinna og hreyfa mig. Því þurfti aldrei að skipa mér að sækja kýrnar eða smala kindum; mér fannst það bara gaman,“ segir Hafdís og brosir breitt. Hún segir sveitina eiga í sér hvert bein og að þar dreymi hana um að búa þegar fram líða stundir. Nú býr Hafdís með kærastanum á Akureyri þar sem hún lærir iðjuþjálfun og starfar við verslunarstörf hjá 66°N með skólanum. „Kærastinn er fæddur og uppalinn í sömu sveit, eða innar í Bárðardalnum. Foreldrar mínir búa á bænum Tjarnarlandi við Stórutjarnir þar sem föðursystir mín stundar búskap og afi býr skammt frá Stórutjörnum. Þangað fer ég eins oft og ég get í fjárhúsin og þangað flyst fjölskyldan í maí og aðstoðar við sauðburð. Ég hef ríka þörf fyrir að upplifa sveitastörfin og komast í fjárhúsin til að knúsa kindurnar. Sjálf á ég allnokkrar sem allar hafa sín nöfn og þekki þær í sundur, eins og gengur,“ segir Hafdís brosmild. „Hestar eru líka í minni sveit en ég fékk hræðslukast og hef ekki farið á bak í nokkurn tíma. Ég fer ekki heldur á skíði því þessu hvoru tveggja fylgir áhætta og ég þarf að passa mig vegna frjálsíþróttanna. Auðvitað verður maður þó að leika sér inn á milli og má ekki taka lífið of alvarlega.“ Gafst aldrei upp Hafdís er nýkjörin Íþróttamaður Akureyrar 2013. Hún átti glæsilegt ár á frjálsíþróttavellinum og vann sex Íslandsmeistaratitla á árinu. „Ég var sex ára send á fyrstu frjálsíþróttaæfinguna hjá HSÞ. Þá voru eldri systur mínar í frjálsum og bróðurpartur föðurfólks míns, eins og mamma og amma. Frjálsíþróttir áttu strax hug minn allan og tólf ára var ég farin að keppa á meistaramótum fyrir sunnan. Þótt ég hafi þá ekki verið talin ein af þeim bestu hélt ég örugg áfram og gafst aldrei upp því mér fannst ég nokkuð góð sjálf.“ Hafdís er nú meðlimur í Ólympíuhópi FRÍ í þremur greinum, langstökki, 200 m hlaupi og 400 m hlaupi. „Mig dreymir um að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu 2016 og þangað stefni ég. Helst vildi ég keppa í langstökki, sem er mín uppáhaldsgrein, en stigalega séð er ég betri í 200 metra hlaupi. Það munar þó bara örfáum stigum á milli á alþjóðlegum skala svo langstökkið er takmark mitt,“ segir Hafdís, sem er með mikið keppnisskap og hefur mikla þörf fyrir hreyfingu. „Frjálsíþróttir eru heillandi vegna þess að þær eru frjálsar, fjölbreyttar og alhliða. Nenni maður ekki að hlaupa getur maður í staðinn kastað, stokkið eða margt þar á milli.“ Hafdísi kom á óvart að vera kjörin Íþróttamaður Akureyrar en er vitaskuld afar sátt. „Í kjörinu voru góðir íþróttamenn á ólíkum sviðum sem áttu ekki síður skilið að vinna en ég. Titillinn er mér mikill heiður og líka mikils virði. Ég vil meina að ég sé á bestu árunum núna í frjálsum því ég er orðin eldri en margur, bráðum 27 ára í febrúar. Flestir verða betri með aldrinum í frjálsum og eldast eins og gott vín. Ég held ótrauð áfram fram að Ólympíuleikunum og síðan kemur í ljós hvað verða vill.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira